Þróun kúluþyrpinga

Þetta myndskeið sýnir hreyfingu blárra flækinga í kúluþyrpingu yfir tíma. Bláir flækingar eru bjartar, bláar stjörnur með meiri massa en dæmigerðar stjörnur í þyrpingu og eru taldir sökkva í átt að miðju þyrpingar með tímanum. Þeir bláu flækingar sem eru næst kjarnanum, eru þeir fyrstu sem sukku inn að honum en fjarlægari bláir flækingar færast hægt og bítandi niður á við með tímanum.

Ný rannsókn, sem studdist við gögn frá Hubble og 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum, hefur leitt í ljós að kúluþyrpingar þróast á mismunandi hraða. Þótt allar kúluþyrpingar séu gamlar (meira en 10 milljarða ára) ber dreifing stjarna innan sumra þeirra merki þess að þyrpingin sé ungleg og bláir flækingar séu þá á víð og dreif um þær. Aðrar hafa elst hraðar og eru þá allir bláu flækingarnir við miðjuna.

Mynd/Myndskeið:

ESO/NASA/ESA, L. Calçada, F. Ferraro (University of Bologna)

Um myndskeiðið

Auðkenni:eso1252a
Tungumál:is
Útgáfudagur:Des 19, 2012, 19:00 CET
Tengdar fréttatilkynningar:eso1252
Tímalengd:30 s
Frame rate:30 fps

Um fyrirbærið

Nafn:NGC 6388
Tegund:Milky Way : Star : Grouping : Cluster : Globular

HD


Large


Medium

Video podcast
4,9 MB

Small

Lítið Flash
2,0 MB

For Broadcasters