Very Large Telescope

Fullkomnasta stjörnustöð heims fyrir rannsóknir á sýnilegu ljósi


Live

Bein útsending frá Paranal ()

Very Large Telescope sjónaukaröðin (VLT) er flaggskip evrópskra stjarnvísinda. VLT eru fullkomnustu sjónaukar á jörðinni. Þeir samanstanda af fjórum stórum sjónaukum með 8,2 metra spegilþvermál auk fjögurra færanlegra 1,8 metra breiðra hjálparsjónauka. Hægt er að tengja tvo eða fleiri sjónauka saman og mynda þannig risavaxinn víxlmæli sem gerir stjörnufræðingum kleift að sjá allt að 25 sinnum fínni smáatriði en sjónaukarnir eru færir um að greina stakir. Ljósinu sem sjónaukarnir safna er beint í gegnum flókið kerfi spegla um göng neðanjarðar og sameinað í einn brennipunkt. Bilið milli ljósgeislanna, þegar þeir mætast, verður að vera innan við 1/1000 úr mm yfir 100 metra vegalengd. Með þessari nákvæmni nær VLT víxlmælirinn ljósmyndum með millíbogasekúndna upplausn. Þannig mætti greina sundur bílljós bíls á tunglinu.

Hægt er að nota 8,2 metra sjónaukana hvern í sínu lagi. Með einum þeirra hafa stjörnufræðingar náð myndum af fyrirbæri af birtustigi 30 með aðeins klukkustundar löngum lýsingartíma. Þetta fyrirbæri er fjórum milljörðum sinnum daufara en greina má með berum augum.

Stóru sjónaukarnir eru nefndir Antu, Kueyen, Melipal og Yepun. Hægt er lesa sér betur til um merkingu þessara nafna hér.

Ítarlegri upplýsingar um VLT er í VLT hvítbókinni. (á ensku). Hvítbókin var sett á vefinn þegar verið var að hanna og smíða sjónaukana. Var hún uppfærð þar til VLT leit alheiminn fyrst augum seint í maí árið 1998. Hvítbókin er byggð á fjölda skjala og greinargerða en hafa ber í huga að hún er ekki lengur uppfærð.

Vefmyndavél í beinni

Beint

BEIN útsending frá MELIPAL, einnig þekkt sem UT3 ()

Live

Á mjög heiðskírum dögum sést hið 6739 metra háa eldfjall Llullaillaco í bakgrunni. Það er 190 kílómetra í burtu á landamærum Argentínu. ()

A Tour at Paranal Observatory

Virtual Tour at ESO Very Large Telescope

Smelltu á myndina til að fara í Sýndarferðalag um VLT.

 

Heimsókn í Paranal stjörnustöðina

Sjónaukar og mælitæki

Mælitæki VLT sjónaukanna eru með þeim fullkomnustu sem gerð hafa verið fyrir stjörnustöð. Á sjónauknum eru myndavélar með víð sjónsvið, aðlögunarsjóntækni sem leiðréttir bjögun lofthjúpsins og litrófsmælar með mikla upplausn sem ná yfir stóran hluta litrófsins, frá bylgjulengdum útfjólublás ljóss (300 nm) upp í mið-innrauðar bylgjulengdir (24 µm).

Stóru 8,2 metra sjónaukarnir eru hýstir í litlum hitastilltum byggingum sem snúast samtímis sjónaukunum. Hönnun þeirra heldur allri utanaðkomandi truflun í lágmarki, eins og ókyrrð í lofti, breytilegu hitastigi og vindi.

Fyrsti stóri sjónaukinn, Antu, tók formlega til starfa 1. apríl 1999. Í dag eru allir stóru sjónaukarnir og hjálparsjónaukarnir starfræktir.

VLT hafa haft mikil áhrif á rannsóknir í stjarnvísindum. Þeir eru afkastamestu stjörnusjónaukarnir á jörðu niðri og að jafnaði birtist ein ritrýnd vísindagrein daglega sem byggir á niðurstöðum rannsókna með VLT. VLT stuðlar því mjög að því að ESO er fremsta stjörnustöð heims. Með VLT hafa stjörnufræðingar gert margar merkar uppgötvanir, þar á meðal tekið ljósmynd af fjarreikistjörnu (eso0842), greint færslu stakra stjarna á braut um risasvartholið í miðju Vetrarbrautarinnar (eso0846), og greint daufar glæður fjarlægasta gammablossa sem sést hefur hingað til.

Rannsóknir með Very Large Telescope

VLT hafa haft mikil áhrif á rannsóknir í stjarnvísindum. Þeir eru afkastamestu stjörnusjónaukarnir á jörðu niðri og að jafnaði birtist ein ritrýnd vísindagrein daglega sem byggir á niðurstöðum rannsókna með VLT. VLT stuðlar því mjög að því að ESO er fremsta stjörnustöð heims. Með VLT hafa stjörnufræðingar gert margar merkar uppgötvanir, þar á meðal tekið ljósmynd af fjarreikistjörnu (eso0842), greint færslu stakra stjarna á braut um risasvartholið í miðju Vetrarbrautarinnar (eso0846), og greint daufar glæður fjarlægasta gammablossa sem sést hefur hingað til.

Meira um rannsóknir með VLT

Meira um Very Large Telescope

Residencia

VLT hótelið, Residencia, er verðlaunasmíð og kom nokkuð við sögu í James Bond kvikmyndinni Quantum of Solace.

VLT stikla

Sæktu VLT stikluna í myndskeiðasafninu.

VLT

Name: Very Large Telescope
Site: Cerro Paranal
Altitude: 2635 m
Enclosure: Compact optimised cylindrical enclosure
Type: Optical/infrared, with interferometry
Optical design: Ritchey-Chrétien reflector
Diameter. Primary M1: 8.20 m
Material. Primary M1: ZeroDur
Diameter. Secondary M2: 0.94 m
Material. Secondary M2: Beryllium
Diameter. Tertiary M3: 1.242 x 0.866 m (elliptical flat)
Mount: Alt-Azimuth mount
First Light date: UT1, Antu: 25 May 1998
UT2, Kueyen: 1 March 1999
UT3, Melipal: 26 Jan 2000
UT4, Yepun: 4 September 2000
Active Optics: Yes
Adaptive Optics: UT4: Laser Guide Star + NACO
Interferometry: UT maximum 130 m baseline
Images taken with the VLT: Link
Images of the VLT: Link
Press Releases with the VLT: Link

 

 

VLT á Google Maps

 

Sjá stærra kortDownload the 3D models of the telescopes and see them in Google earth (kmz file, 4.8MB)