Visible and Infrared Survey Telescope for Astronomy

VISTA — Visible and Infrared Survey Telescope for Astroomy — er hluti af Paranal stjörnustöð ESO. Vista nemur nær-innrauðar bylgjulengdir og er stærsti kortlagningarsjónauki heims. Stór safnspegill, vítt sjónsvið og mjög næm mælitæki veita algerlega nýja sýn á suðurhiminninn.

Sjónaukinn er hýstur á fjallstindi andspænis þeim sem hýsir Very Large Telescope (VLT) ESO og býr því við sömu framúrskarandi aðstæður.

Safnspegill VISTA er 4,1 metrar í þvermál. Hægt er að hugsa sér sjónaukann sem 67 megapixla stafræna myndavél með 13.000 mm f/3,25 linsu.

Í hjarta sjónaukans er risavaxin þriggja tonna myndavél með 16 fyrsta flokks innrauðum næmum.

Vísindi með VISTA

Rannsóknartími VISTA verður helgaður kerfisbundnum kortlagningum á himninum og sex stórum og almennum verkefnum sem taka munu drýgstan tíma af fyrstu fimm starfsárum sjónaukans. Sum verkefnin snúast um langtímarannsóknir á litlum afmörkuðum svæðum á himninum með það að augnamiði að finna sérstaklega dauf fyrirbæri, á meðan önnur ganga út á kortlagningu alls suðurhiminsins. Mikið magn af nýjum gögnum verða til við athuganirnar sem munu styðja við mörg stjarnvísindaverkefni, allt frá rannsóknum á litlum hnöttum í sólkerfinu okkar, til heimsfræðilegra viðfangsefna eins og hulduefni og hulduorku. Búast má við að VISTA finni marga nýja brúna dverga í Vetrarbrautinni og að sjónaukinn nái að prófa hugmyndir um eðli hulduefnis. Með gögnum frá VISTA munu stjörnufræðingar útbúa þrívítt kort af um það bil 5% af hinum sýnilega alheimi. VISTA verður ennfremur öflugt tæki til að finna fjarlæg dulstirni og rannsaka þróun vetrarbrauta og vetrarbrautaþyrpinga. Sjónaukinn mun hjálpa til við að rannsaka eðli hulduorku með því að finna vetrarbrautaþyrpingar í órafjarlægð.

VISTA var þróaður og smíðaður í samstarfi 18 háskóla í Bretlandi undir forystu Queen Mary, University of London og var hluti af framlagi Breta við inngönguna í ESO. Verkefnisstjórn vegna hönnunar og smíði sjónaukans var í höndum Science and Technology Facilities Council’s UK Astronomy Technology Centre (STFC, UK ATC).

ESO veitti sjónaukanu formlega viðtöku hinn 10. desember 2009 og sér nú um rekstur hans.

Vísindaleg markmið

Helgaður kortlagningarverkefnum. Breytistjörnur, djúpkortlagning, brúnir dvergar, fjarlægir hnettir í sólkerfinu (útstirni).

Meira um VISTA

VISTA

Name: Visible and Infrared Survey Telescope for Astronomy
Site: Cerro Paranal
Altitude: 2518 m
Enclosure: Compact optimised cylindrical enclosure
Type: Near-infrared survey telescope
Optical design: Modified Ritchey-Chrétien Reflector with corrector lenses in camera
Diameter. Primary M1: 4.10 m
Material. Primary M1: ZeroDur
Diameter. Secondary M2: 1.24 m
Material. Secondary M2: Astro-Sitall
Mount: Alt-Azimuth fork mount
First Light date: 11 December 2009
Active Optics: Yes
Images taken with VISTA: Link
Images of VISTA: Link
Press Releases with VISTA: Link
Did you know?
The Paranal observatory site is so remote that everything needed must be brought in specially. The 60 000 litres of water that are used per day are delivered by truck from Antofagasta.