La Silla stjörnustöðin
Fyrsta stjörnustöð ESO
La Silla stjörnustöðin er í 2400 metra hæð yfir sjávarmáli í útjaðri Atacama eyðimerkurinnar, um 600 km norður af Santiago, höfuðborg Chile. La Silla er, líkt og aðrar stjörnustöðvar á svæðinu, fjarri allri ljósmengun og, eins og Paranal þar sem Very Large Telescope er að finna, býr við einn dimmasta næturhiminn í heimi. La Silla hefur verið eitt af höfuðvígjum ESO frá sjöunda áratug 20. aldar. Hér starfrækir ESO tvo afkastamestu 4 metra sjónauka heims.
Hinn 3,58 metra New Technology Telescope (NTT) ruddi brautina fyrir nýja tækni og hönnun á sjónaukum. Hann var fyrsti sjónauki heims sem hafði tölvustýrðan safnspegil (virk sjóntæki), tækni sem ESO þróaði og er nú notuð í flestöllum stærstu sjónaukum heims.
Hinn 3,6 metra sjónauki ESO hýsir nú afkastamesta reikistjörnuleitartæki heims: High Accuracy Radial velocity Planet Searcher (HARPS), einstaklega nákvæmann litrófsrita.
La Silla stjörnustöðin er fyrsta stjörnustöð heims sem hlotið hefur International Organization for Standardization (ISO) 9001 Quality Management System staðalinn.
Aðildarríki ESO reka marga aðra sjónauka í La Silla, til að mynda 1,2 metra svissneska Leonhard Euler sjónaukann, Rapid Eye Mount sjónaukann (REM) og TAROT gammageislasjónaukann og marga aðra, til dæmis 2,2 metra MPG/ESO sjónaukann og danska 1,54 metra sjónaukann. Wide Field Imager, 67 megapixla myndavél á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum sem tekið hefur margar stórglæsilegar myndir af fyrirbærum himins.
Skoðaðu La Silla stjörnustöðina
Smelltu á myndina til að fara í Virtual Tour um La Silla.
Chile, aðeins á næturnar! Á daginn sýnir vefmyndavélin síðustu rammana fyrir sólarupprás. Rauðu bókstafirnir sýna sjónauka sem eru í notkun þá stundina (T—3,6 metra ESO sjónaukinn, N— New Technology Telescope og D—2,2 metra MPG/ESO sjónaukinn).Sjáðu meira í La Silla - All Sky Camera.
Að heimsækja La Silla stjörnustöðina
- Fjölmiðlar, vísindablaðamenn og framleiðendur, vinsamlegast skoðið Media Visits
- Ferðamenn, nemendur og almenningur, vinsamlegast skoðið Weekend Visits síðuna
Rannsóknir með sjónaukunum á La Silla
Árlegaa birtast um og yfir 300 ritrýndar vísindagreinar sem byggja á rannsóknum á La Silla. La Silla er því í eldlínu rannsókna í stjörnufræði og hefur leitt til ótal nýrra uppgötvana. HARPS litrófsritinn er fremsta reikistjörnuleitartæki heis. Með tækinu fundu stjörnufræðingar sólkerfi í kringum Gliese 581, sem inniheldur fyrstu þekktu bergplánetuna í lífbelti utan sólkerfisins okkar (eso0722). Nokkrir sjónaukar á La Silla léku lykilhlutverk í að tengja gammablossa — orkuríkustu sprengingar alheims frá Miklahvelli — við stærstu sprengistjörnurnar. Frá árinu 1987 hefur La Silla stjörnustöðin líka leikið lykilhlutverk í að rannsaka og fylgjast með nálægustu nýlegu sprengistjörnunni, SN 1987A.
Meira um rannsóknir á La Silla
- Rannsóknir með sjónaukum ESO
- Sumar af Tíu helstu uppgötvunum ESO voru gerðar með sjónaukum á La Silla
Meira um La Silla stjörnustöðina
- Fleiri áhugaverðar staðreyndir á Spurt og svarað síðunni
- Fleiri myndir oig myndskeið í margmiðlunarsafni ESO.
- Sýningarspjöld til niðurhals
- Lestu meira um stjörnustöðina í La Silla bæklingnum í PDF skjali
- Fyrir vísindamenn: Vinsamlegast skoðaðu technical pages fyrir ítarlegri upplýsingar
Myndskeið frá La Silla stjörnustöðinni
La Silla stiklan
Sæktu La Silla stikluna í vídeósafninu.
Sjónaukar sem ESO starfrækir
|
Sjónaukar á La Silla sem eru ekki lengur í notkun
|
Stjönrnur verða til í þéttum miðgeimsskýjum en jafnvel þéttustu svæðin eru sambærileg við besta lofttæmi sem hægt er að gera í tilraunastofu á Jörðinni. Í þessum skýjum er hitastigið undir -200 gráðum á Celsius.
The skies over the ESO sites in Chile are so dark that on a clear moonless night it is possible to see your shadow cast by the light of the Milky Way alone.