eso1716is — Fréttatilkynning
Hornsteinn lagður að Extremely Large Telescope ESO
26. maí 2017: Hornsteinn var lagður að Extremely Large Telescope (ELT) ESO við hátíðlega athöfn í dag í viðurvist Michelle Bachelet Jeria, forseta Chile. Athöfnin fór fram í Paranal stjörnustöðinni í norðurhluta Chile, nálægt staðnum þar sem risasjónaukinn verður reistur og markar þáttaskil í smíði stærrsta sjónauka heims fyrir sýnilegt ljós. Um leið hefst nýr kafli í stjarnvísindum. Tilefnið markaði einnig samteningu stjörnustöðvarinnar við rafveitukerfi Chile.