eso1329is — Fréttatilkynning
Heimsfrumsýning á IMAX® þrívíddarmyndinni Hidden Universe
1. júlí 2013: Þann 28. júní 2013 var þrívíddarmyndin Hidden Universe frumsýnd í IMAX® kvikmyndahúsum og öðrum kvikmyndahúsum víða um heim. Myndin var fyrst sýnd í Great Lakes Science Center í Cleveland í Ohio í Bandaríkjunum og degi síðar, þann 29. júní, í Tycho Brahe stjörnuverinu í Kaupmannahöfn. Í myndinni eru heimsins bestu stjörnusjónaukar sýndir í mestu upplausn innan um dáleiðandi þrívíddarmyndir af fyrirbærum í geimnum og þrívíddarlíkönum af þróun alheimsins.