eso2005is — Fréttatilkynning

Sjónauki ESO sér járni rigna á fjarreikistjörnu

11. mars 2020

Stjörnufræðingar sem notuðu Very Large Telescope (VLT) ESO hafa komið auga á fjarreikistjörnu þar sem líklega rignir járni. Lofthitinn á daghlið þessarar ofurheitu reikistjörnu nær 2400°C sem dugir til þess að málmar gufi upp. Sterkir vindar flytja járngufuna yfir á næturhliðina, sem er svalari, þar sem hún þettist í regndropa úr járni.

„Segja má að þessi reikistjarna sé úrkomusöm á næturna, fyrir utan það að úrkoman er úr járni,“ sagði David Ehrenreich, prófessori við Genfarháskóla í Sviss. Hann hafði umsjón með rannsókninni á fjarreikistjörnunni en niðurstöður hennar voru birtar í tímaritinu Nature í dag. Reikistjarnan er kölluð WASP-76b og er í um 640 ljósára fjarlægð frá Jörðinni í stjörnumerkinu Fiskunum.

Þessi sérstaka úrkoma verður til vegna þess að önnur hlið reikistjörnunnar snýr ætíð að móðurstjörnunni á meðan stöðugt myrkur ríkir á næturhliðinni. Möndulsnúningur WASP-76b er sam sagt bundinnm eins og í tilviki tunglsins um Jörðina, svo að einn sólarhringur á reikistjörnunni jafnlangur einni hringferð hennar um móðurstjörnuna.

Á daghliðina berst mörg þúsund sinnum meiri geislun frá móðurstjörnunni en Jörðin fær frá sólinni. Lofthitinn á reikistjörnunni er svo hár að sameindir klofna í frumeindir sínar og málmar eins og járn gufa upp. Hitastigsmunurinn milli dags- og nætur er slíkur að sterkir vindar verða til sem flytja járngufuna frá ofurheitri daghliðinni yfir á jakdari næturhliðina þar sem lofthitinn er öllu lægri eða um 1500°C.

Hitastigsmunurinn á dag- og næturhlið WASP-76b er ekki aðeins mikill heldur er efnafræðin milli dags og nætur harla ólík, ef marka má nýju rannsóknina. Með hjálp ESPRESSO mælitækisins nýja á VLT sjónauka ESO í Atacamaeyðimörkinni í Chile fundu stjörnufræðingar fyrstu efnafræðilegu sveiflurnar á ofurheitri gasreikistjörnu og komu auga á sterk merki um járngufu við mörk dags og nætur. „Það kom aftur á móti á óvart að járngufan var hvergi sjáanleg á morgunjaðrinum,“ sagði Ehrenreich. Hann segir að ástæðan sé sú að „á næturhlið reikistjörnunnar rigni járni.“

„Mælingarnar sýna mikið magn af járngufu á brennheitri daghlið WASP-76b,“ sagði Maria Rosa Zapatero Osorio, stjarneðlisfræðingur við Centre for Astrobiology í Madrid á Spáni sem fer fyrir vísindateymi ESPRESSO. „Þetta járn flyst að hluta til yfir á næturhliðina vegna snúnings reikistjörnunnar og öflugra vinda. Þar kemst járnið í miklu svalara umhverfi, þéttist og fellur sem regn.“

Þetta eru niðurstöður fyrstu mælinganna sem vísindateymið sem smíðaði ESPRESSO gerði í september 2018: Teymi frá Portúgal, Ítalíu, Sviss, Spáni og ESO.

ESPRESSO – Echelle SPectrograph for Rocky Exoplanets and Stable Spectroscopic Observations – var upphaflega hannað til að leita að reikistjörnum sem líkjast Jörðinni í kringum stjörnur sem líkjast sólinni. Tækið reyndist hins vegar miklu fjölhæfara en svo. „Við áttuðum okkur fljótt á að einstök greinigæði VLT og stöðugleiki ESPRESSO gerðu það einstaklega hentugt til að rannsaka lofthjúpa fjarreikistjarna,“ sagði Pedro Figueira, tækjasérfræðingur ESPRESSO hjá ESO í Chile.

„Við höfum nú glænýja leið til að rannsaka veðurfarið á öfgakenndustu fjarreikistjörnunum,“ sagði Ehrenreich að lokum.

Frekari upplýsingar

Greinin um rannsóknina var birt í tímaritinu Nature.

Í rannsóknarteyminu eru David Ehrenreich (Observatoire astronomique de l’Université de Genève, Geneva, Switzerland [UNIGE]), Christophe Lovis (UNIGE), Romain Allart (UNIGE), María Rosa Zapatero Osorio (Centro de Astrobiología, Madrid, Spain [CSIC-INTA]), Francesco Pepe (UNIGE), Stefano Cristiani (INAF Osservatorio Astronomico di Trieste, Italy [INAF Trieste]), Rafael Rebolo (Instituto de Astrofísica de Canarias, Tenerife, Spain [IAC]), Nuno C. Santos (Instituto de Astrofísica e Ciências do Espaço, Universidade do Porto, Portugal [IA/UPorto] & Departamento de Física e Astronomia, Faculdade de Ciências, Universidade do Porto, Portugal [FCUP]), Francesco Borsa (INAF Osservatorio Astronomico di Brera, Merate, Italy [INAF Brera]), Olivier Demangeon (IA/UPorto), Xavier Dumusque (UNIGE), Jonay I. González Hernández (IAC), Núria Casasayas-Barris (IAC), Damien Ségransan (UNIGE), Sérgio Sousa (IA/UPorto), Manuel Abreu (Instituto de Astrofísica e Ciências do Espaço, Universidade de Lisboa, Portugal [IA/FCUL] & Departamento de Física da Faculdade de Ciências da Universidade de Lisboa, Portugal [FCUL], Vardan Adibekyan [IA/UPorto], Michael Affolter (Physikalisches Institut & Center for Space and Habitability, Universität Bern, Switzerland [Bern]), Carlos Allende Prieto (IAC), Yann Alibert (Bern), Matteo Aliverti (INAF Brera), David Alves (IA/FCUL & FCUL), Manuel Amate (IA/UPorto), Gerardo Avila (European Southern Observatory, Garching bei München, Germany [ESO]), Veronica Baldini (INAF Trieste), Timothy Bandy (Bern), Willy Benz (Bern), Andrea Bianco (INAF Brera), Émeline Bolmont (UNIGE), François Bouchy (UNIGE), Vincent Bourrier (UNIGE), Christopher Broeg (Bern), Alexandre Cabral (IA/FCUL & FCUL), Giorgio Calderone (INAF Trieste), Enric Pallé (IAC), H. M. Cegla (UNIGE), Roberto Cirami (INAF Trieste), João M. P. Coelho (IA/FCUL & FCUL), Paolo Conconi (INAF Brera), Igor Coretti (INAF Trieste), Claudio Cumani (ESO), Guido Cupani (INAF Trieste), Hans Dekker (ESO), Bernard Delabre (ESO), Sebastian Deiries (ESO), Valentina D’Odorico (INAF Trieste & Scuola Normale Superiore, Pisa, Italy), Paolo Di Marcantonio (INAF Trieste), Pedro Figueira (European Southern Observatory, Santiago de Chile, Chile [ESO Chile] & IA/UPorto), Ana Fragoso (IAC), Ludovic Genolet (UNIGE), Matteo Genoni (INAF Brera), Ricardo Génova Santos (IAC), Nathan Hara (UNIGE), Ian Hughes (UNIGE), Olaf Iwert (ESO), Florian Kerber (ESO), Jens Knudstrup (ESO), Marco Landoni (INAF Brera), Baptiste Lavie (UNIGE), Jean-Louis Lizon (ESO), Monika Lendl (UNIGE & Space Research Institute, Austrian Academy of Sciences, Graz, Austria), Gaspare Lo Curto (ESO Chile), Charles Maire (UNIGE), Antonio Manescau (ESO), C. J. A. P. Martins (IA/UPorto & Centro de Astrofísica da Universidade do Porto, Portugal), Denis Mégevand (UNIGE), Andrea Mehner (ESO Chile), Giusi Micela (INAF Osservatorio Astronomico di Palermo, Italy), Andrea Modigliani (ESO), Paolo Molaro (INAF Trieste & Institute for Fundamental Physics of the Universe, Trieste, Italy), Manuel Monteiro (IA/UPorto), Mario Monteiro (IA/UPorto & FCUP), Manuele Moschetti (INAF Brera), Eric Müller (ESO), Nelson Nunes (IA), Luca Oggioni (INAF Brera), António Oliveira (IA/FCUL & FCUL), Giorgio Pariani (INAF Brera), Luca Pasquini (ESO), Ennio Poretti (INAF Brera & Fundación Galileo Galilei, INAF, Breña Baja, Spain), José Luis Rasilla (IAC), Edoardo Redaelli (INAF Brera), Marco Riva (INAF Brera), Samuel Santana Tschudi (ESO Chile), Paolo Santin (INAF Trieste), Pedro Santos (IA/FCUL & FCUL), Alex SegovIA/FCULMilla (UNIGE), JulIA/FCULV. Seidel (UNIGE), Danuta Sosnowska (UNIGE), Alessandro Sozzetti (INAF Osservatorio Astrofisico di Torino, Pino Torinese, Italy), Paolo Spanò (INAF Brera), Alejandro Suárez Mascareño (IAC), Hugo Tabernero (CSIC-INTA & IA/UPorto), Fabio Tenegi (IAC), Stéphane Udry (UNIGE), Alessio Zanutta (INAF Brera), Filippo Zerbi (INAF Brera).

ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 16 landa: Austurríkis, Belgíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Írlands, Hollands, Póllands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands, auk gestaþjóðarinnar Chile. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er stór þátttakandi í ALMA, stærsta stjarnvísindaverkefni heims. Á Cerro Armazones, skammt frá Paranal, er ESO að smíða 39 metra risasjónauka, Extremely Large Telescope eða ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
Stjörnufræðivefurinn
Ísland
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org

David Ehrenreich
Associate Professor at the University of Geneva
Geneva, Switzerland
Sími: +41 22 379 23 90
Tölvupóstur: david.ehrenreich@unige.ch

Francesco Pepe
Professor at the University of Geneva and Principal Investigator of the ESPRESSO consortium
Geneva, Switzerland
Sími: +41 22 379 23 96
Tölvupóstur: francesco.pepe@unige.ch

María Rosa Zapatero Osorio
Chair of the ESPRESSO science team at Centro de Astrobiología (CSIC-INTA)
Madrid, Spain
Sími: +34 9 15 20 64 27
Tölvupóstur: mosorio@cab.inta-csic.es

Pedro Figueira
Astronomer at ESO and Instituto de Astrofísica e Ciências do Espaço, instrument scientist of ESPRESSO
Santiago, Chile
Sími: +56 2 2463 3074
Tölvupóstur: pedro.figueira@eso.org

Nuno C. Santos
Co-principal investigator of the ESPRESSO consortium at Instituto de Astrofísica e Ciências do Espaço, Universidade do Porto and Departamento de Física e Astronomia Faculdade de Ciências, Universidade do Porto
Porto, Portugal
Sími: +351 226 089 893
Tölvupóstur: nuno.santos@astro.up.pt

Stefano Cristiani
Co-principal investigator of the ESPRESSO consortium at INAF Astronomical Observatory of Trieste
Trieste, Italy
Sími: +39 040 3199220
Tölvupóstur: stefano.cristiani@inaf.it

Bárbara Ferreira
ESO Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6670
Farsími: +49 151 241 664 00
Tölvupóstur: pio@eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso2005.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso2005is
Nafn:WASP-76b
Tegund:Milky Way : Star : Circumstellar Material : Planetary System
Facility:Very Large Telescope
Instruments:ESPRESSO
Science data:2020Natur.580..597E

Myndir

Artist’s impression of the night side of WASP-76b
Artist’s impression of the night side of WASP-76b
texti aðeins á ensku
Another artist’s impression of WASP-76b
Another artist’s impression of WASP-76b
texti aðeins á ensku

Myndskeið

ESOcast 218: The Stranger Exoplanets
ESOcast 218: The Stranger Exoplanets
texti aðeins á ensku
A ‘fly to’ WASP-76, the star around which WASP-76b orbits
A ‘fly to’ WASP-76, the star around which WASP-76b orbits
texti aðeins á ensku
A view of the orbit of WASP-76b around its host star WASP-76
A view of the orbit of WASP-76b around its host star WASP-76
texti aðeins á ensku