eso2003is — Fréttatilkynning

Sjónauki ESO sér yfirborð Betelgáss dofna

14. febrúar 2020

Stjörnufræðingar sem notuðu Very Large Telescope (VLt) ESO náðu nýlega mynd af fordæmalausri dofnun Betelgáss sem er rauður reginrisi og verðandi sprengistjarna í stjörnumerkinu Óríon. Myndirnar nýju sýna ekki aðeins hvernig útgeislun stjörnunnar hefur minnkað, heldur líka hvernig lögun hennar hefur breyst.

Betelgás hefur skinið skært á himninum yfir Jörðinni í milljónir ára. Seint á síðasta ári tók hún að dofna umtalsvert ári, öllum að óvörum. Þegar þetta er skrifað hefur birta Betelgáss minnkað um 38% frá því sem venjulegt er. Svo mikil breyting sést auðveldlega með berum augum. Stjörnuáhugafólk og stjörnufræðingar voru því spennt að komast að því hvað veldur þessari miklu birtuminnkun.

Teymi vísindamanna undir forystu Miguel Montargès, stjörnufræðings við KU Leuven í Belgíu, hefur fylgst með stjörnunni með Very Large Telescope síðan í desember og leitast við að skilja hvers vegna hún hefur dofnað svo mikið. Meðal þess fyrsta sem kemur út úr mælingunum eru nýjar og glæsilegar myndir af yfirborði Betelgáss sem teknar voru seint á síðasta ári með SPHERE mælitækinu.

Stjörnufræðingarnir höfðu raunar líka tekið mynd af Betelgás með SPHERE í janúar 2019, áður en stjarnan byrjaði að dofna. Breytingar á bæði birtu og lögun stjörnunnar eru bersýnilegar fyrir og eftir.

Stjörnuáhugafólk velti fyrir sér hvort Betelgás væri um það bil að springa. Betelgás mun dag einn springa í tætlur en stjörnufræðingar telja ekki að sá tími sé runninn upp alveg strax. Aðrar tilgátur eru uppi um hvað veldur breytingunum sem SPHERE sér á bæði lögun og birtu stjörnunnar. „Þær tvær sviðsmyndir sem við erum að skoða eru annars vegar kólnun yfirborðsins vegna mikillar virkni í stjörnunni og hins vegar útkast ryks í átt til okkar,“ sagði Montargès [1]. „Þekking okkar á rauðum reginrisastjörnum er vitanlega ófullkomin. Rannsóknir standa yfir og stjarnan gæti auðvitað komið okkur á óvart.“

Montargès og teymi hans þurfti að nota VLT á Cerro Paranal í Chile til að afla upplýsinga um stjörnuna sem er í milli 600 og 700 ljósára fjarlægð frá Jörðinni. „Paranal-stjörnustöð ESO er ein af fáum stjörnustöðvum í heiminum sem er fær um að taka myndir af yfirborði Betelgáss,“ sagði hann. Mælitæki á VLT sjónauka ESO gerir okkur kleift að gera mælingar á sýnilega sviðinu yfir í mið-innrautt sem þýðir að stjörnufræðingar geta bæði séð yfirborð Betelgáss og efnið í kringum hann. „Þetta er eina leiðin sem við höfum til að skilja það sem er að gerast.“

Önnur ný ljósmynd, tekin með VISIR mælitækinu á VLT í desember 2019, sýnir innrautt ljós frá ryki í kringum Betelgás. Hópur undir forystu Pierre Kervella við stjörnustöðina í París í Frakklandi tók þær en þeim svipar til mynda sem teknar eru með hitamyndavélum. Rykskýið líkist einna helst logum á mynd VISIR en rykið verður til þegar stjarnan þeytir frá sér efni út í geiminn.

„Margir þekkja frasann „við erum öll úr stjörnuryki“ en hvaðan kom þetta stjörnuryk?“ sagði Emily Cannon, doktorsnemi við KU Leuven en hún vann að úrvinnslu myndanna frá SPHERE. „Á æviskeiði sínu framleiða rauðir reginrisar eins og Betelgás gífurlegt magn af ryki og varpa því út í geiminn áður en þær springa. Með nútíma tækni getum við rannsaka þessar verðandi sprengistjörnur í einstökum smáatriðum og afhjúpað leyndardóma þeirra, þótt þær sé mörg hundruð ljósár í burtu frá okkur.“

Skýringar

[1] Óreglulegt yfirborð Betelgáss stafar af risavöxnum gasbólstrum sem færast, skreppa saman og þenjat út eins og bullsjóðandi súpa. Stjarnan sveiflast líka eða slær eins og hjarta, lotubundið, sem breytir birtu hennar. Með aukinni stjörnuvirkni er átt við breytingar á iðustraumum og sveiflunum.

Frekari upplýsingar

Í rannsóknarteyminu eru Miguel Montargès (Institute of Astronomy, KU Leuven, Belgium), Emily Cannon (Institute of Astronomy, KU Leuven, Belgium), Pierre Kervella (LESIA, Observatoire de Paris - PSL, France), Eric Lagadec (Laboratoire Lagrange, Observatoire de la Côte d'Azur, France), Faustine Cantalloube (Max-Planck-Institut für Astronomie, Heidelberg, Germany), Joel Sánchez Bermúdez (Instituto de Astronomía, Universidad Nacional Autónoma de México, Mexico City, Mexico and Max-Planck-Institut für Astronomie, Heidelberg, Germany), Andrea Dupree (Center for Astrophysics | Harvard & Smithsonian, USA), Elsa Huby (LESIA, Observatoire de Paris - PSL, France), Ryan Norris (Georgia State University, USA), Benjamin Tessore (IPAG, France), Andrea Chiavassa (Laboratoire Lagrange, Observatoire de la Côte d'Azur, France), Claudia Paladini (ESO, Chile), Agnès Lèbre (Université de Montpellier, France), Leen Decin (Institute of Astronomy, KU Leuven, Belgium), Markus Wittkowski (ESO, Germany), Gioia Rau (NASA/GSFC, USA), Arturo López Ariste (IRAP, France), Stephen Ridgway (NSF’s National Optical-Infrared Astronomy Research Laboratory, USA), Guy Perrin (LESIA, Observatoire de Paris - PSL, France), Alex de Koter (Astronomical Institute Anton Pannekoek, Amsterdam University, The Netherlands & Institute of Astronomy, KU Leuven, Belgium), Xavier Haubois (ESO, Chile).

VISIR myndirnar voru teknar fyrir NEAR verkefnið. NEAR (Near Earths in the AlphaCan Region) er uppfærsla af VISIR, sem var tímabundin tilraun.

ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 16 landa: Austurríkis, Belgíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Írlands, Hollands, Póllands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands, auk gestaþjóðarinnar Chile. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er stór þátttakandi í ALMA, stærsta stjarnvísindaverkefni heims. Á Cerro Armazones, skammt frá Paranal, er ESO að smíða 39 metra risasjónauka, Extremely Large Telescope eða ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
Stjörnufræðivefurinn
Ísland
Farsími: 8961984
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org

Miguel Montargès
FWO [PEGASUS]² Marie Skłodowska-Curie Fellow / Institute of Astronomy, KU Leuven
Leuven, Belgium
Sími: +32 16 32 74 67
Tölvupóstur: miguel.montarges@kuleuven.be

Emily Cannon
Institute of Astronomy, KU Leuven
Leuven, Belgium
Sími: +32 16 32 88 92
Tölvupóstur: emily.cannon@kuleuven.be

Pierre Kervella
LESIA, Observatoire de Paris - PSL
Paris, France
Sími: +33 0145077966
Tölvupóstur: pierre.kervella@observatoiredeparis.psl.eu

Bárbara Ferreira
ESO Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6670
Farsími: +49 151 241 664 00
Tölvupóstur: pio@eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso2003.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso2003is
Nafn:Betelgeuse
Tegund:Milky Way : Star : Evolutionary Stage : Red Supergiant
Facility:Very Large Telescope
Instruments:SPHERE, VISIR

Myndir

Ljósmynd SPHERE af Betelgás í desember 2019
Ljósmynd SPHERE af Betelgás í desember 2019
Ljósmynd SPHERE af Betelgás í janúar 2019
Ljósmynd SPHERE af Betelgás í janúar 2019
Betelgás fyrir og eftir dofnun
Betelgás fyrir og eftir dofnun
Rykský Betelgáss á mynd VISIR
Rykský Betelgáss á mynd VISIR
A plume on Betelgeuse (artist’s impression with annotations)
A plume on Betelgeuse (artist’s impression with annotations)
texti aðeins á ensku
The star Betelgeuse in the constellation of Orion
The star Betelgeuse in the constellation of Orion
texti aðeins á ensku

Myndskeið

ESOcast 217 Light: ESO Telescope Sees Surface of Dim Betelgeuse
ESOcast 217 Light: ESO Telescope Sees Surface of Dim Betelgeuse
texti aðeins á ensku
Zooming in on Betelgeuse
Zooming in on Betelgeuse
texti aðeins á ensku
Betelgeuse before and after dimming (animated)
Betelgeuse before and after dimming (animated)
texti aðeins á ensku
From Betelgeuse’s surroundings to its surface
From Betelgeuse’s surroundings to its surface
texti aðeins á ensku