eso1841is — Fréttatilkynning

ESO hýsir Cherenkov-suður sjónaukaröðina á Paranal

ESO fer í samstarf við stærstu gammageislastjörnustöð heims

20. desember 2018

Aðalritari ESO og framkvæmdarstjóri Cherenkov Telescope Array (CTA) hafa undirritað samning um að CTA sjónaukaröðin á suðurhveli verði hýst nálægt Paranal stjörnustöð ESO í Chile. Auk þess hafa ríkisstjórn Chile og ESO skrifað undir samning sem gerir ESO kleift að hýsa þessa nýju sjónauka í Paranal stjörnustöðinni. Þetta gefur metnaðarfyllstu gammageislastjörnustöð heims ekki aðeins aðgang að framúrskarandi stjörnuhimni Chile, heldur líka innviðunum sem ESO hefur byggt upp á svæðinu. ESO kemur til með að sjá um að starfrækja sjónaukann fyrir hönd CTA og aðildarríkjanna.

Cherenkov Telescope Array (CTA) er næsta kynslóð mælitækja á norður- og suðurhveli sem nema mjög orkuríka gammageisla. Gammageislar eru rafsegulgeislun sem stafar frá heitustu og öfgakenndustu fyrirbærunum í alheiminum – risasvartholum, sprengistjörnum og jafnvel leifum frá Miklahvelli.

Hinn 19. desember hittust Federico Ferrini, framkvæmdarstjóri Cherenkov Telescope Array Observatory (CTAO), og Xavier Barcons, aðalritari ESO, í skrifstofum ESO í Santiago í Chile. Þar skrifuðu undir samning um smíði og rekstur á CTA-suður sjónaukaröðinni í Paranal stjörnustöð ESO í Chile. Auk þeirra voru Andreas Kaufer, framkvæmdarstjóra ESO og fleiri starfsmenn ESO viðstaddir.

Aðstoðarutanríkisráðheyrra Chile, Carolina Valdivia Torres og aðalritari ESO undirrituðu ennfremur samning sem gerir ESO kleift að hýsa CTA-suður í Paranal stjörnustöðinni sem huti af ESO verkefni.

Þegar hafði verið skrifað undir þriðja samkomulagið hinn 17. desember 2018 milli vísinda- og tækniráðs Chile (CONICYT) og CTAO. Þessi samþykkt miðar að því að efla stjarnvísindarannsóknir í Chile og þennan nýja glugga sem CTA-suður opnar. 

Nú þegar þessar samþykktir eru frágengnar er hægt að hefja smíði CTAO á svæðinu. Instituto de Astrofisica de Canarias hýsir CTA á norðurhveli í Observatorio del Roque de los Muchachos á La Palma á Spáni. Smíði á báðum sjónaukaröðum hefst árið 2020.

„Að starfrækja CTA í Paranal opnar nýjan glugga út í alheiminn fyrir stjörnufræðinga í aðildarríkjum ESO, Chile og um allan heim,“ sagði Xavier Barcons, aðalritari ESO. „Reynsla ESO af því að reka og starfrækja sjónauka á afskekktum svæðum er CTA verkefninu ómetanlegt.“

CTA er staðsett aðeins 11 kílómetra suðaustur af Very Large Telesope í Paranal stjörnustöð ESO í Atacamaeyðimörkinni og einungis 16 kílómetra frá þeim stað þar sem verið er að koma Extremely Large Telescope upp. Þetta er einn þurrasti og afskekktasti staður heims – sannkölluð paradís stjörnufræðinga. Þar að auki býr Paranal stjörnustöðin nú þegar yfir öllum þeim innviðum sem þarf til að starfrækja CTA og gera ESO kleift að vera í fararbroddi rannsókna í stjarnvísindum og renna styrkum stoðum undir nýju sjónaukaröðina.

„Þökk sé samþykktinni sem var undirrituð í dag mun CTAO ekki aðeins njóta þess að vera undir framúrskarandi næturhimni Chile, heldur líka innviða ESO og reynslu samtakanna í að halda utan um stór rannsóknarverkefni, sem er ómetanlegt framlag til sjónaukaraðar af þessu tagi,“ sagði Federico Ferrini. „Samstarf ESO og CTAO verður hornsteinninn í ört vaxandi fjölboða stjarneðlisfræði og býður upp á möguleika á frekara samstarfi við aðra sjónauka eins og Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA), Square Kilometer Array (SKA) og fyrsta flokks þyngdarbylgjunema.“

Núverandi Cherenkov sjónaukaraðir, sem nema mjög orkuríka gammageisla, samanstanda aðeins af fáeinum stökum sjónaukum – með stórt ljóssöfnunarsvæði og mikla greinigetu – verða stærstu og næmustu gammageislasjónaukaraðir heims. Þeir koma til með að mæla gammageisla með einstakri nákvæmni og verða tíu sinnum næmari en fyrirrennarar sínir.

Lofthjúpur Jarðar kemur í veg fyrir að gammageislar nái til yfirborðsins en speglar CTA og myndavélar fanga skammvinna ljósblossa blárrar Cherenkov-geislunar sem myndast þegar gammageislar víxlverka við lofthjúp Jarðar. Með mælingum á Cherenkov-geislun geta vísindamenn rakið uppruna gammageisla.

Vísindaleg markmið CTA eru margvísleg, allt frá hlutverki afstæðilegra geimgeisla upp í leitina að hulduefni. CTA á að rannsaka næsta nágrenni svarthola yfir í eyðurnar milli vetrarbrautaþyrpinga í stórgerð alheimsins. Sjónaukaröðin gæti líka afhjúpað nýja eðlisfræði þegar hún rannsakar eðli hulduefnis og krafta handan við staðallíkanið.

CTA verður starfrækt á tveimur stöðum, á norður- og suðurhveli, sem gerir stjörnufræðingum kleift að skoða stærstan hluta himins. Þegar smíði raðanna lýkur verða 19 sjónaukar á norðurhveli – í Observatorio del Roque de los Muchachos á La Palma á Kanaríeyjum – og 99 sjónaukar á suðurhveli.

Yfir 1400 vísindamenn og verkfræðingar frá öllum heimshornum taka þátt í þróun CTA. Hluthafar í samtökunum – CTAO gGmbH – eru fulltrúar ráðuneyta og stofnana í Ástralíu, Austurríki, Tékklandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Hollandi, Japan, Slóveníu, Suður Afríku, Spáni, Sviss og Bretlandi [1]. Þau bíða nú eftir stofnun evrópska rannsóknarráðsins – CTAO ERIC – sem mun smíða stjörnustöðina. ERIC mun samanstanda af aðildarríkjum CTAO og tengdum löndum.

Skýringar

[1] Holland og Suður Afríka taka .þátt í CTAO gGmbH sem áheyrnarfulltrúar.

Frekari upplýsingar

CTA er alþjóðlegt samstarfsverkefni um smíði á stærstu og næmustu háorku gammageislastjörnustöð heims. Yfir 1400 vísindamenn og verkfræðingar frá öllum heimshornum taka þátt í verkefinu (Armenía, Ástralía, Austurríki, Búlgaría, Brasilía, Kanada, Chile, Króatía, Tékkland, Finnland, Frakkland, Þýskaland, Grikkland, Indland, Írland, Ítalía, Japan, Mexíkó, Namibía, Holland, Noregur, Pólland, Slóvenía, Suður Afríka, Spánn, Svíþjóð, Sviss, Tæland, Bretland, Bandaríkin og Úkraína) og meira en 200 rannsóknarstofnanir sömuleiðis. CTA verður fremsta stjörnustöð heims fyrir rannsóknir á háorku-gammageislum næstu áratugi, sem og fyrsta gammageislastjörnustöð jarðar sem er opin stjarnvísindamönnum um allan heim.

ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 16 landa: Austurríkis, Belgíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Írlands, Hollands, Póllands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands, auk gestaþjóðarinnar Chile. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er stór þátttakandi í ALMA, stærsta stjarnvísindaverkefni heims. Á Cerro Armazones, skammt frá Paranal, er ESO að smíða 39 metra risasjónauka, Extremely Large Telescope eða ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
Stjörnufræðivefurinn
Ísland
Farsími: 8961984
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org

Megan Grunewald
Outreach and Communications Officer / CTAO gGmbH
Heidelberg, Germany
Sími: +49 6221 516471
Tölvupóstur: mgrunewald@cta-observatory.org

Calum Turner
ESO Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6655
Farsími: +49 151 1537 3591
Tölvupóstur: pio@eso.org

Mariya Lyubenova
ESO Outreach Astronomer
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6188
Tölvupóstur: mlyubeno@eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1841.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1841is
Nafn:Cherenkov Telescope Array
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory : Facility
Facility:Cherenkov Telescope Array

Myndir

CTA Telescopes in Southern Hemisphere
CTA Telescopes in Southern Hemisphere
texti aðeins á ensku
Signature ceremony with CTA for for the construction and operation of CTA-South
Signature ceremony with CTA for for the construction and operation of CTA-South
texti aðeins á ensku
Signature ceremony with the Chilean Ministry of Foreign Relations
Signature ceremony with the Chilean Ministry of Foreign Relations
texti aðeins á ensku
Map of the CTA's location and layout
Map of the CTA's location and layout
texti aðeins á ensku
Panoramic view of CTA Observatory Site
Panoramic view of CTA Observatory Site
texti aðeins á ensku
Proposed CTA Telescopes
Proposed CTA Telescopes
texti aðeins á ensku
Stone piles mark telescope layout on site
Stone piles mark telescope layout on site
texti aðeins á ensku
Medium-Sized Telescope of the Cherenkov Telescope Array
Medium-Sized Telescope of the Cherenkov Telescope Array
texti aðeins á ensku
CTA Array at Night with Air Showers
CTA Array at Night with Air Showers
texti aðeins á ensku
Cherenkov Telescope Array rendering
Cherenkov Telescope Array rendering
texti aðeins á ensku
CTA sites map
CTA sites map
texti aðeins á ensku
Map of CTA's Location at Paranal
Map of CTA's Location at Paranal
texti aðeins á ensku
Location of the Cherenkov Telescope Array
Location of the Cherenkov Telescope Array
texti aðeins á ensku
Barracks at CTA site
Barracks at CTA site
texti aðeins á ensku
Stone pile markers
Stone pile markers
texti aðeins á ensku
Place markers
Place markers
texti aðeins á ensku
Plotting the layout
Plotting the layout
texti aðeins á ensku
The VLT's future neighbour
The VLT's future neighbour
texti aðeins á ensku
CTA: The Two Towers
CTA: The Two Towers
texti aðeins á ensku
Keeping an eye on the weather
Keeping an eye on the weather
texti aðeins á ensku
Marking territory
Marking territory
texti aðeins á ensku
Comparing sizes
Comparing sizes
texti aðeins á ensku
Cerro Paranal and Cerro Armazones in Chile
Cerro Paranal and Cerro Armazones in Chile
texti aðeins á ensku
Cherenkov light
Cherenkov light
texti aðeins á ensku
CTA panorama
CTA panorama
texti aðeins á ensku
CTA's future home
CTA's future home
texti aðeins á ensku
Desert but not deserted
Desert but not deserted
texti aðeins á ensku
Site characterisation instrumentation
Site characterisation instrumentation
texti aðeins á ensku
Studying the environment
Studying the environment
texti aðeins á ensku
Watching Earth and sky
Watching Earth and sky
texti aðeins á ensku
Tracks in the sand
Tracks in the sand
texti aðeins á ensku
Out in the desert
Out in the desert
texti aðeins á ensku
Deep in the Atacama
Deep in the Atacama
texti aðeins á ensku
Future observatory
Future observatory
texti aðeins á ensku
Dust and rocks
Dust and rocks
texti aðeins á ensku
Sharing the sky
Sharing the sky
texti aðeins á ensku
The stunning colours of night
The stunning colours of night
texti aðeins á ensku
CTA and its neighbours
CTA and its neighbours
texti aðeins á ensku
Map showing CTA's Location at Paranal
Map showing CTA's Location at Paranal
texti aðeins á ensku

Myndskeið

ESOcast 189 Light: World’s Largest Array of Gamma-Ray Telescope comes to Paranal
ESOcast 189 Light: World’s Largest Array of Gamma-Ray Telescope comes to Paranal
texti aðeins á ensku
The Cherenkov Telescope Array (CTA) Southern Site
The Cherenkov Telescope Array (CTA) Southern Site
texti aðeins á ensku
Cherenkov Telescope Array-South in operation (artist's impression)
Cherenkov Telescope Array-South in operation (artist's impression)
texti aðeins á ensku