eso1820is — Fréttatilkynning

VLT sjónauki ESO sér ‘Oumuamua flýta sér út úr sólkerfinu

Nýjar mælingar benda til að millistjörnufyrirbærið ‘Oumuamua sé halastjarna

27. júní 2018, Hafnarfjordur

‘Oumuamua, fyrsta millistjörnufyrirbærið sem fundist hefur í sólkerfinu okkar, er á leið burt frá sólinni hraðar en búist var við. Þessar óvæntu niðurstöður eru afrakastur samvinnu stjörnuathugunarstöðva um allan heim, meðal annars Very Large Telescope ESO í hile. Niðurstöðurnar benda til þess að ‘Oumuamua sé líklega halastjarna úr öðru sólkerfi en ekki smástirni. Greint er frá uppgötvuninni í tímaritinu Nature.

’Oumuamua — fyrsta millistjörnufyrirbærið sem finnst í sólkerfinu okkar — hefur mikið verið rannsakað frá því að það uppgötvaðist í október árið 2017 [1]. Alþjóðlegt teymi stjörnufræðinga sem notaði meðal annars gögn frá Very Large Telescope ESO og öðrum sjónaukum hefur nú komist að því að fyrirbærið ferðast hraðar en spáð var. Hraðaaukningin er sáralítil og ‘Oumuamua er enn að hægja á sér vegna þyngdartogs frá sólinni — bara ekki jafn hratt og aflfræðin spáir fyrir um.

Hópurinn, undir forystu Marco Micheli (Geimvísindastofnun Evrópu), skoðaði nokkrar sviðsmyndir til að útskýra hvers vegna burthraði fyrirbærisins var meiri en spáð var fyrir um. Líklegasta skýringin er sú að efni sé að losna af yfirborði ‘Oumuamua út í geiminn vegna hitunar frá sólinni — ferli sem kallast útgösun [2]. Þrýstingurinn frá efninu er talinn gefa lítinn en stöðugan kraft sem ýtir ‘Oumuamua hraðar út úr sólkerfinu en búast mætti við. Hinn 1. júní 2018 þaut fyrirbærið á leið út úr sólkerfinu okkar á 114.000 km hraða á klukkustund.

Útgösun er dæmigerð í tilviki halastjarna og passar þar af leiðandi ekki við flokkun ‘Oumuamua sem millistjörnusmástirni. „Við teljum að þetta sé lítil og skrítin halastjarna,“ sagði Marco Micheli. „Við sjáum það í gögnunum að þessi kraftur minnkar með aukinni fjarlægð frá sólinni, sem er dæmigert þegar um er að ræða halastjörnur.“

Þegar halastjörnur þjóta framhjá sólinni gefa þær venjulega frá sér ryk og gas sem myndar hjúp eða ský í kringum þær, sem og einkennandi hala. Stjörnufræðingarnir fundu aftur á móti engin merki um útgösun þá.

„Við sáum engin merki um ryk, hjúp eða hala, sem er óvenjulegt,“ sagði Karen Meech, meðhöfundur greinarinnar, við Hawaiiháskóla í Bandaríkjunum. Meech hafði umsjón með fyrstu rannsóknunum á ‘Oumuamua árið 2017. „Við teljum að ‘Oumuamua gæti varpað frá sér óvenju stórum og grófum rykögnum.“

Stjörnufræðingarnir veltu fyrir sér hvort litlu rykagnirnar sem þekja yfirborð flestra halastjarna hafi veðrast burt á ferðalagi ‘Oumuamua um geiminn svo aðeins stærri agnir héldust á yfirborðinu. Þótt ský úr þessum stærri ögnum sé ekki nógu bjart til að koma fram í mælingum, gæti það útskýrt hvers vegna burthraði ‘Oumuamua breytist.

Útgösun frá ‘Oumuamua er ekki eina óráðna gátan, heldur líka uppruni fyrirbærisins. Hópurinn gerði nýju mælingarnar á ‘Oumuamua til draga nákvæmlega upp feril þess til að finna út hvaðan það kom. Niðurstöðurnar þýða að erfiðara verður að komast að því.

„Raunverulegt eðli þessa dularfulla gests er ráðgáta enn um sinn,“ sagði Oliver Hainaut, meðlimur í teyminu og stjörnufræðingur hjá ESO. „Burthraðaaukning ’Oumuamua veldur því að enn erfiðara er að rekja uppruna þess til móðurstjörnunnar.“

[1] `Oumuamua, borið fram hú-múa-múa, fannst fyrst með Pan-STARRS sjónaukanum í Haleakala stjörnustöðinni á Hawaii. Nafnið merkir „útsendari“ á hawaiísku og endurspeglar eðli þess sem fyrsta fyrirbærisins sem finnst og á rætur að relja í annað sólkerfi. Upphaflegu mælingarnar bentu til þess að fyrirbærið væri ílangt og lítið, svipað á litinn og halastjarna.

[2] Stjörnufræðingarnir prófuðu ýmsar tilgátur til að útskýra þessa óvæntu hraðabreytingu. Þau skoðuðu hvort sólgeislunarþrýstingur, svokölluð Yarkovsky-áhrifi, eða núningskraftar gætu útskýrt mælingarnar. Einnig var kannað hvort hraðaaukningin gæti hafa verið af völdum áreksturs, að ‘Oumuamua væri tvöfalt fyrirbæri eða hvort segulsvið gæti hafa haft áhrif. Sú ósennilega hugmynd að ‘Oumuamua væri geimskip var einnig skoðuð og hafnað: Sú samfellda og stöðuga hraðabreyting er ekki dæmigerð fyrir þrýstiflaugar og einnig sú staðreynd að fyrirbærið snarsnýst á alla kanta mæla gegn því að um sé að ræða geimfar.

Skýringar

[1] `Oumuamua, borið fram hú-múa-múa, fannst fyrst með Pan-STARRS sjónaukanum í Haleakala stjörnustöðinni á Hawaii. Nafnið merkir „útsendari“ á hawaiísku og endurspeglar eðli þess sem fyrsta fyrirbærisins sem finnst og á rætur að relja í annað sólkerfi. Upphaflegu mælingarnar bentu til þess að fyrirbærið væri ílangt og lítið, svipað á litinn og halastjarna.

[2] Stjörnufræðingarnir prófuðu ýmsar tilgátur til að útskýra þessa óvæntu hraðabreytingu. Þau skoðuðu hvort sólgeislunarþrýstingur, svokölluð Yarkovsky-áhrifi, eða núningskraftar gætu útskýrt mælingarnar. Einnig var kannað hvort hraðaaukningin gæti hafa verið af völdum áreksturs, að ‘Oumuamua væri tvöfalt fyrirbæri eða hvort segulsvið gæti hafa haft áhrif. Sú ósennilega hugmynd að ‘Oumuamua væri geimskip var einnig skoðuð og hafnað: Sú samfellda og stöðuga hraðabreyting er ekki dæmigerð fyrir þrýstiflaugar og einnig sú staðreynd að fyrirbærið snarsnýst á alla kanta mæla gegn því að um sé að ræða geimfar.

Frekari upplýsingar

Greint er frá rannsókninni í greininni „Non-gravitational acceleration in the trajectory of 1I/2017 U1 (`Oumuamua)“, sem verður birt í Nature hinn 27. júní 2018.

Í rannsóknarteyminu eru Marco Micheli (European Space Agency & INAF, Italy), Davide Farnocchia (NASA Jet Propulsion Laboratory, USA), Karen J. Meech (University of Hawaii Institute for Astronomy, USA), Marc W. Buie (Southwest Research Institute, USA), Olivier R. Hainaut (European Southern Observatory, Germany), Dina Prialnik (Tel Aviv University School of Geosciences, Israel), Harold A. Weaver (Johns Hopkins University Applied Physics Laboratory, USA), Paul W. Chodas (NASA Jet Propulsion Laboratory, USA), Jan T. Kleyna (University of Hawaii Institute for Astronomy, USA), Robert Weryk (University of Hawaii Institute for Astronomy, USA), Richard J. Wainscoat (University of Hawaii Institute for Astronomy, USA), Harald Ebeling (University of Hawaii Institute for Astronomy, USA), Jacqueline V. Keane (University of Hawaii Institute for Astronomy, USA), Kenneth C. Chambers (University of Hawaii Institute for Astronomy, USA), Detlef Koschny (European Space Agency, European Space Research and Technology Centre, & Technical University of Munich, Germany), and Anastassios E. Petropoulos (NASA Jet Propulsion Laboratory, USA).

ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 16 landa: Austurríkis, Belgíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Póllands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands, auk gestaþjóðarinnar Chile. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er stór þátttakandi í ALMA, stærsta stjarnvísindaverkefni heims. Á Cerro Armazones, skammt frá Paranal, er ESO að smíða 39 metra risasjónauka, Extremely Large Telescope eða ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
Stjörnufræðivefurinn
Iceland
Farsími: 8961984
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org

Olivier Hainaut
European Southern Observatory
Garching, Germany
Sími: +49 89 3200 6752
Tölvupóstur: ohainaut@eso.org

Marco Micheli
Space Situational Awareness Near-Earth Object Coordination Centre, European Space Agency
Frascati, Italy
Sími: +39 06 941 80365
Tölvupóstur: marco.micheli@esa.int

Karen Meech
Institute for Astronomy, University of Hawaii
Honolulu, USA
Farsími: +1 720 231 7048
Tölvupóstur: meech@IfA.Hawaii.Edu

Richard Hook
ESO Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6655
Farsími: +49 151 1537 3591
Tölvupóstur: pio@eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1820.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1820is
Nafn:1I/2017 U1 (‘Oumuamua)
Tegund:Milky Way : Interplanetary Body : Asteroid
Facility:Very Large Telescope
Science data:2018Natur.559..223M

Myndir

Artist’s impression of the interstellar asteroid `Oumuamua
Artist’s impression of the interstellar asteroid `Oumuamua
texti aðeins á ensku
Predicted position of `Oumuamua versus observed position
Predicted position of `Oumuamua versus observed position
texti aðeins á ensku

Myndskeið

ESOcast 167: VLT sees  `Oumuamua getting a boost
ESOcast 167: VLT sees `Oumuamua getting a boost
texti aðeins á ensku
Animation of `Oumuamua outgassing
Animation of `Oumuamua outgassing
texti aðeins á ensku
Animation of `Oumuamua outgassing and rotating
Animation of `Oumuamua outgassing and rotating
texti aðeins á ensku
Animation of `Oumuamua passing through the Solar System
Animation of `Oumuamua passing through the Solar System
texti aðeins á ensku
Animation of `Oumuamua passing through the Solar System (annotated)
Animation of `Oumuamua passing through the Solar System (annotated)
texti aðeins á ensku
Animation showing the expected and measured trajectory of `Oumuamua
Animation showing the expected and measured trajectory of `Oumuamua
texti aðeins á ensku