eso1808is — Fréttatilkynning

MATISSE mælitækið tekið í notkun í Very Large Telescope víxlmæli ESO

Öflugasti víxlmælir heims fyrir mið-innrauðar bylgjulengdir

5. mars 2018

MATISSE mælitækið nýja á Very Large Telescope víxlmæli (VLTI) ESO hefur nú verið tekið í notkun í Paranal stjörnustöðinni í norður Chile. MATISSE er öflugasta víxkmælitæki heims fyrir mið-innrauðar bylgjulengdir. Tækið hefur mikla upplausn, bæði í ljósmyndun og litrófsmælingum, og mun það nýtast í rannsóknum á svæðum í kringum ungar stjörnur þar sem reikistjörnur eru að myndast, sem og á nágrennum risasvarthola í miðju vetrarbrauta. Fyrstu mælingar MATISSE voru gerðar með hjálparsjónaukum VLTI á nokkrum af björtustu stjörnum himins, þar á meðal Síríusi, Rígel og Betelgási og sýndu þær hvers tækið er megnugt.

MATISSE (Multi AperTure mid-Infrared SpectroScopic Experiment) mælir innrautt ljós — ljós milli sýnilegs ljóss og örbylgjugeislunar í rafsegulrófinu eða ljós með bylgjulengd milli 3-13 míkrómetrar (µm) [1]. Tækið er annarrar kynslóðar litrófs-víxlmælitæki fyrir Very Large Telescope ESO sem nýtir marga sjónauka í einu og bylgjueðli ljóss. Þannig getur tækið skilað nákvæmari myndum en hægt er að taka með öðrum sjónaukum á þessu bylgjulengdarbili.

Þróun tækisins hefur staðið yfir í tólf ár og hefur fjöldi stjörnufræðinga og verkfræðinga frá Frakklandi, Þýskalandi, Austurríki, Hollandi og hjá ESO komið að verkinu. Í kjölfar yfirgripsmikilla prófana á þessu flókna mælitæki er nú ljóst að MATISSE virkar eins og vonir stóðu til um [2].

Fyrstu mælingar MATISSE voru gerðar á rauða ofurrisanum Betelgási sem kemur til með að springa innan nokkur hundruð þúsund ára og sýndu þær að risinn býr enn yfir mörgum leyndardómum [3]. Mælingarnar sýna merki um að stjarnan virðist misstór þegar hún rannsökuð á mismunandi bylgjulengdum. Gögnin gera stjörnufræðingum kleift að rannsaka betur nágrenni risastjörnunnar og komast að því hvernig hún varpar frá sér efni út í geiminn.

„Upplausn staks sjónauka takmarkast af stærð safnspegilssins. TIl að ná enn meiri upplausn sameinum við – eða víxlverkum – ljósi frá fjórum VLT sjónaukum í einu. Þetta gerir MATISSE kleift að ná skýrari myndum en nokkur annar sjónauki á 3-13 µm bylgjulengdabilinu. Mælingarnar koma einnig til með að hjálpa James Webb geimsjónaukanum í framtíðinni,“ sagði Bruno Lopez (Observatoire de la Côte d’Azur (OCA), Nice, Frakklandi) sem stýrir rannsóknum með MATISSE.

MATISSE kemur til með að leggja margt til grundvallarrannsókna í stjörnufræð en kastljósinu verður einkum beint að innsvæðum rykskífa í kringum ungar stjörnur þar sem reikistjörnur eru að myndast; rannsóknir á stjörnum á mismunandi ævistigum og umhverfi risasvarthola í miðju vetrarbrauta.

„Með rannsóknum á innsvæði frumsólkerfisskífa með MATISSE vonumst við til að læra um uppruna ýmissa steinda í skífunum — steinda sem seinna meir mynda kjarna reikistjarna eins og Jarðarinnar,“ sagði Thomas Henning sem stýrir Max Planck Institute for Astronomy (MPIA) í Heidelberg í Þýskalandi og meðrannsakandi MATISSE.

„MATISSE kemur til með að ná glæsilegum myndum af svæðum þar sem reikistjörnur eru að verða til, fjölstirnum og, þegar tækið er notað með VLT sjónaukunum, rykskífum sem næra risasvarthol. Við vonumst til að nema smáatriði á framandi hnöttum í sólkerfinu okkar, eins og á eldfjöllum Íós og lofthjúpa risafjarreikistjarna,“ sögðu Walter Jaffe, verkefnisstjóri og meðrannsakandi við Leiden-háskóla í Hollandi og Gerd Weigelt við Max Planck Institute for Astronomy (MPIA) í Bonn í Þýskalandi.

MATISSE sameinar ljós sem allt að fjórir 8,2 metra sjónaukar VLT eða hjálparsjónaukarnir fjórir, sem mynda VLT víxlmælinn, safna og gerir um leið bæði litrófsmælingar og tekur myndir. Þannig býr MATISSE og VLT yfir ljósmyndagetu sjónauka sem er allt að 200 metrar í þvermál. Tækið getur þess vegna tekið nákvæmustu myndir sem teknar hafa verið í mið-innrauðu ljósi.

Upphafsprófanirnar voru gerðar með hjálparsjónaukunum öllum en fyrirhugað er að gera frekari mælingar með VLT sjónaukunum fjórum á næstu mánuðum.

MATISSE leggur saman ljós frá fyrirbæri úr öllu ljósinu sem margir sjónaukar safna. Þannig verður til víxlmynstur sem inniheldur upplýsingar um útlit fyrirbærisins en úr því er hægt að búa til ljósmynd.

Fyrstu mælingar MATISSE marka stórt skref fram á við í víxlmælingum fyrir sýnilegt og innrautt ljós. Þær gera stjörnufræðingum ennfremur kleift að taka ljósmyndir í meiri smáatriðum á víðara bylgjulengdarsviði en áður hefur verið hægt. MATISSE mun einnig bæta upp tæki sem fyrirhuguð er að koma fyrir á Extremely Large Telescope (ELT) ESO, sér í lagi METIS (Mid-infrared ELT Imager and Spectrograph). MATISSE kemur til með að rannsaka bjartari fyrirbæri en METIS en í meiri upplausn aftur á móti.

„Fjölmargir hafa unnið hörðum höndum um árabil að því að gera MATISSE að veruleika svo það er dásamlegt að sjá að tækið virkar svona vel. Við hlökkum til þeirra rannsókna sem framundan eru,“ sagði Andreas Glindermann, verkefnisstjóri MATISSE hjá ESO, að lokum.

Skýringar

[1] Hönnun, fjármögnun og smíði MATISSE fór fram í nánu samstarfi ESO og stofnana í Frakklandi (INSU-CNRS í París og OCA í Nice sem hýsir PI teymið), Þýskalandi (MPIA, MPIfR og University of Kiel), Hollandi (NOVA og University of Leiden), og Austurríki (University of Vienna).Konkoly Observatory og Cologne University veittu líka stuðning við smíði tækisins.

[2] Með MATISSE eru síðustu annarrar kynslóðar mælitæki VLT/VLTI nú komin í Paranal. Fyrir VLTI þýðir þetta að nú, næstum sautján árum upp á dag eftir að fyrstu mælingar voru gerðar með VINCI, hefur fyrstu kynslóð mælitækja verið skipt út fyrir PIONIER, GRAVITY og MATISSE, sem öll sameina sjónaukana fjóra og ná yfir vítt innrautt bylgjulengdabil (frá 1,6-13 µm). MATISSE er fyrsti mið-innrauðu víxlmælirinn sem hægt er að nota til að búa til ljósmyndir.

[3] Betelgás er fyrsta stjarnan sem var ljósmynduð með víxlmælingum en það gerðu Michelson og Pease árið 1920. Stjarnan var einnig notuð í prófanir á öðrum mið-innrauðum víxlmælum – þar á meðal MIDI á VLTI.

Frekari upplýsingar

ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 16 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Póllands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands, auk gestaþjóðarinnar Chile. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er stór þátttakandi í ALMA, stærsta stjarnvísindaverkefni heims. Á Cerro Armazones, skammt frá Paranal, er ESO að smíða 39 metra risasjónauka, Extremely Large Telescope eða ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
Stjörnufræðivefurinn
Ísland
Farsími: 8961984
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org

Andreas Glindemann
ESO
Garching bei München, Germany
Sími: +49-89-32006-590
Tölvupóstur: aglindem@eso.org

Paul Bristow
ESO
Garching bei München, Germany
Sími: +49-89-32006-506
Tölvupóstur: bristowp@eso.org

Bruno Lopez
Laboratoire J.-L. Lagrange, Observatoire de la Côte d'Azur
Nice, France
Sími: +33 4 92 00 31 46
Tölvupóstur: bruno.lopez@oca.eu

Stéphane Lagarde
Laboratoire J.-L. Lagrange, Observatoire de la Côte d'Azur
Nice, France
Sími: +33 4 92 00 31 46
Tölvupóstur: stephane.lagarde@oca.eu

Richard Hook
ESO Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6655
Farsími: +49 151 1537 3591
Tölvupóstur: rhook@eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1808.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1808is
Nafn:MATISSE
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory : Instrument
Facility:Very Large Telescope Interferometer
Instruments:MATISSE

Myndir

First light for MATISSE interferometric instrument
First light for MATISSE interferometric instrument
texti aðeins á ensku
First light for MATISSE interferometric instrument
First light for MATISSE interferometric instrument
texti aðeins á ensku
First light for MATISSE interferometric instrument
First light for MATISSE interferometric instrument
texti aðeins á ensku
First light for MATISSE interferometric instrument
First light for MATISSE interferometric instrument
texti aðeins á ensku
Details of the MATISSE interferometric instrument
Details of the MATISSE interferometric instrument
texti aðeins á ensku
First light for MATISSE interferometric instrument
First light for MATISSE interferometric instrument
texti aðeins á ensku
First light for MATISSE interferometric instrument
First light for MATISSE interferometric instrument
texti aðeins á ensku

Myndskeið

ESOcast 153 Light: First Light For MATISSE (4K UHD)
ESOcast 153 Light: First Light For MATISSE (4K UHD)
texti aðeins á ensku
First Light For MATISSE Video Compilation
First Light For MATISSE Video Compilation
texti aðeins á ensku