eso1739is — Fréttatilkynning

ESPRESSO — næsta kynslóð reikistjörnuleitartækis — tekið í notkun

6. desember 2017

Echelle SPectrograph for Rocky Exoplanet and Stable Spectroscopic Observations (ESPRESSO) hefur verið tekið í notkun. Litrófsritinn er á Very Large Telescope (VLT) ESO í Chile og á að leita að reikistjörnum með meiri nákvæmni en hægt hefur verið til þessa með því að mæla hárfínar breytingar á ljósinu frá móðurstjörnunum. Þetta er fyrsta tækið til reikistjörnuleitar sem getur blandað saman ljósi frá öllum fjórum VLT sjónaukunum.

ESPRESSO litrófsritinn hefur verið tekinn í notkun á Very Large Telescope ESO í Paranal stjörnustöðinni í Chile [1]. Þessi nýja þriðja kynslóð þrepalitrófsrita er arftaki HARPS mælitækisins í La Silla stjörnustöð ESO. HARPS getur mælt hraðabreytingu upp á um einn metra á sekúndu en greinigæði ESPRESSO eru fáeinir sentímetrar á sekúndu, þökk sé tækniframþróun undanfarinnar ára, auk þess sem litrófsritinn er á mun stærri sjónauka.

„Þetta afrakstur áralangrar vinnu fjölmargra síðastliðin áratug. ESPRESSO er ekki aðeins bylting miðað við eldri mælitæki eins og HARPS, heldur gerbreytir tækið möguleikum okkar því það hefur hærri upplausn og nákvæmnin í mælingunum er meiri. Ólíkt öðrum mælitækjum getur það nýtt VLT til fulls, þ.e.a.s. hægt verður að nota það með öllum fjórum sjónaukum VLT á sama tíma og það líkir eftir 15 metra sjónauka. Ekkert tæki mun standa ESPRESSO framar næsta áratuginn að minnsta kosti. Nú get ég ekki beðið eftir því að finna fyrstu bergreikistjörnuna okkar!“ sagði Francesco Pepe frá Genfarháskóla í Sviss en hann hefur umsjón með rannsóknunm ESPRESSO.

ESPRESSO getur mælt hárfínar breytingar sem verða á litrófi stjarna þegar reikistjörnur ganga í kringum þær. Þessi leitaraðferð kallast Doppler litrófsgreining eða sjónstefnumælingar en hún virkar þannig að reikistjarna togar í móðurstjörnuna sína með þyngdarkraftinum svo stjarnan „riðar“ lítillega. Því massaminni sem reikistjarnan er, því minna er vaggið, svo til þess að hægt sé að finna litlar bergreikistjörnum og jafnvel lífvænlegar fjarreikistjörnur þarf tæki með miklum greinigæðum. Með þessari aðferð kemur ESPRESSO til með að geta fundið massaminnstu reikistjörnurnar [2].

Prófanir voru gerðar á stjörnum og þekktum sólkerfum. Samanburður við gögn frá HARPS sýna að ESPRESSO getur aflað svipaðra gagna á umtalsvert skemmri tíma.

„ESPRESSO er mikið tækniafrek, þökk sé samtakamætti þeirra alþjóðlegu samstarfsaðila og hópa innan ESO: Verkfræðinga, stjörnufræðinga og stjórnenda. Það þurfti ekki bara að setja upp litrófsritann sjálfan, heldur líka setja saman þau flóknu sjóntæki sem sameina ljósið frá VLT sjónaukunum fjórum,“ sagði tækjasérfræðingurinn Gaspare Lo Curto (ESO).

Þótt meginmarkmið ESPRESSO sé að færa leitina að fjarreikistjörnum yfir á næsta stig með því að leita að massaminni fjarreikistjörnum og mæla lofthjúpa þeirra, hefur tækið marga aðra möguleika. Litrófsritinn verður öflugasta tæki veraldar til að prófa hvort fastar náttúrunnar hafi breyst frá því að alheimurinn var ungur. Sumar eðlisfræðikenningar spá fyri um slíkar breytingar en þær hafa aldrei mælst.

Þegar Extremely Large Telescope ESO verður tekinn í notkun gæti HIRES tækið, sem er í þróun, fundið enn smærri fjarreikistjörnur, allt niður í reikistjörnur á stærð við Jörðina, með Doppler litrófsmælingaaðferðinni.

Skýringar

[1] ESPRESSO var hannað og smíðað af alþjóðlegum samstarfshópi sem í voru Astronomico di Trieste og INAF–Osservatorio Astronomico di Brera, Ítalíu; Instituto de Astrofísica de Canarias, Spain; Instituto de Astrofisica e Ciências do Espaço, Universities of Porto og Lissabon, Portúgal; og ESO. Umsjónarmenn rannsókna eru Francesco Pepe (University of Geneva, Sviss), Stefano Cristiani (INAF–Osservatorio Astronomico di Trieste, Ítalíu), Rafael Rebolo (IAC, Tenerife, Spáni) og Nuno Santos (Instituto de Astrofisica e Ciencias do Espaco, Universidade do Porto, Portúgal).

[2] Doppler litrófsmælingar gera stjörnufræðingum kleift að mæla massa og sporbraut reikistjörnu. Ef fleiri aðferðir eru notaðar, til dæmis þvergönguaðferðin, er hægt að afla mun meiri upplýsinga — til dæmis um stærð og þéttleika fjarreikistjörnunnar. Next Generation Transit Survey (NGTS) í Paranal stjörnustöð ESO leitar að fjarreikistjörnum á þennan hátt.

Frekari upplýsingar

ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 16 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Póllands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands, auk gestaþjóðarinnar Chile. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er stór þátttakandi í ALMA, stærsta stjarnvísindaverkefni heims. Á Cerro Armazones, skammt frá Paranal, er ESO að smíða 39 metra risasjónauka, Extremely Large Telescope eða ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
Stjörnufræðivefurinn
Ísland
Farsími: 8961984
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org

Francesco Pepe
University of Geneva
Geneva, Switzerland
Tölvupóstur: Francesco.Pepe@unige.ch

Stefano Cristiani
INAF–Osservatorio Astronomico di Trieste
Trieste, Italy
Tölvupóstur: cristiani@oats.inaf.it

Nuno Santos
Instituto de Astrofísica e Ciências do Espaço and Universidade do Porto
Porto, Portugal
Tölvupóstur: Nuno.Santos@astro.up.pt

Rafael Rebolo
Instituto de Astrofísica de Canarias
Tenerife, Spain
Tölvupóstur: rrl@iac.es

Gaspare Lo Curto
ESO
Garching, Germany
Tölvupóstur: glocurto@eso.org

Richard Hook
ESO Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6655
Farsími: +49 151 1537 3591
Tölvupóstur: rhook@eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1739.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1739is
Nafn:ESPRESSO
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory : Instrument
Facility:Very Large Telescope
Instruments:ESPRESSO

Myndir

Data from ESPRESSO First Light
Data from ESPRESSO First Light
texti aðeins á ensku
ESPRESSO achieves First Light
ESPRESSO achieves First Light
texti aðeins á ensku
ESPRESSO achieves First Light: the front-end structure
ESPRESSO achieves First Light: the front-end structure
texti aðeins á ensku
ESPRESSO achieves First Light: inside the front-end structure
ESPRESSO achieves First Light: inside the front-end structure
texti aðeins á ensku
ESPRESSO achieves First Light: vacuum vessel
ESPRESSO achieves First Light: vacuum vessel
texti aðeins á ensku
ESPRESSO achieves First Light: inside the spectrograph
ESPRESSO achieves First Light: inside the spectrograph
texti aðeins á ensku
ESPRESSO achieves First Light: group picture
ESPRESSO achieves First Light: group picture
texti aðeins á ensku
ESPRESSO achieves First Light: in the control room
ESPRESSO achieves First Light: in the control room
texti aðeins á ensku
ESPRESSO achieves First Light: the first data
ESPRESSO achieves First Light: the first data
texti aðeins á ensku

Myndskeið

ESOcast 141 Light: ESPRESSO — the Next Generation Planet Hunter
ESOcast 141 Light: ESPRESSO — the Next Generation Planet Hunter
texti aðeins á ensku
ESPRESSO achieves First Light
ESPRESSO achieves First Light
texti aðeins á ensku