eso1707is — Fréttatilkynning

Vetrarbraut á rönd

1. mars 2017

Þessi litríka stjörnu-, gas- og rykrönd er þyrilvetrarbrautin NGC 1055 á mynd sem tekin var með Very Large Telescope (VLT) ESO. Þessi stóra vetrarbraut er talin allt að 15 prósent breiðari en Vetrarbrautin okkar en þar sem hún liggur á rönd er eins og hana skorti þyrilarma. Form hennar virðist hafa aflagast að einhverju leyti, líklega vegna víxlverkunar við stærri vetrarbraut í nágrenninu.

Þyrilvetrarbrautir liggja í ýmiskonar stefnu í geimnum frá Jörðu séð. Sumar sjáum við ofan á eða undir eins og NGC 1232 er gott dæmi um. Þegar svo ber undir sjáum við vel þyrilarma og bjartan kjarnann, stundum í einstökum smáatriðum, en erfiðara er að skynja .þrívíðu lögunina.

Aðrar, eins og NGC 3521, sjáum við frá öðru sjónarhorni. Þótt þá þrívíða uppbygging þyrilarmanna komi þá fyrst í ljós þurfum við að sjá þær á rönd til að skilja heildarlögun þyrilvetrarbrauta eins og NGC 1055.

Þegar við sjáum vetrarbrautir á rönd fáum við heildarmynd af því hvernig stjörnur — bæði ný stjörnumyndunarsvæði og eldri stjörnuhópar — dreifast um vetrarbrautina, sem og upplýsingar um „hæð“ skífunnar sem er tiltölulega flöt og stjörnumprýdd auðveldara að mæla. Efni sem liggur frá björtum fleti vetrarbrautarinnar verður líka auðsjáanlegra fyrir framan svartan geiminn í bakgrunni.

Slíkt sjónarhorn gerir stjörnufræðingum kleift að rannsaka heildarlögun vetrarbrautarskífunnar og eiginleika hennar. Í NGC 1055 sjáum við að skífan hefur aflagast. Í henni eru sérkennileg svæði í skífunni sem virðast undin, líklega vegna víxlverkunnar við vetrarbrautina Messier 77 (eso0319) sem er í nágrenninu [1]. Aflögunin sést hér vel þar sem skífa NGC 1055 er örlítið bogin og virðist bylgjast í gegnum kjarnann.

NGC 1055 er í um það bil 55 milljón ljósára fjarlægð frá Jörðinni í stjörnumerkinu Hvalnum. Myndin var tekin með FOcal Reducer and low dispersion Spectrograph 2 (FORS2) mælitækinu á sjónauka 1 (Antu) á VLT í Paranal stjörnustöðinni í Chile. Myndin er úr ESO Cosmic Gems verkefninu sem snýst um að taka myndir af áhugaverðum, sérkennilegum og fallegum fyrirbærum með sjónaukum ESO í mennta- og fræðslutilgangi.

Skýringar

[1] Messier 77, einnig þekkt sem NGC 1068, hefur mjög bjarta miðju sem knúin er áfram af risasvartholi. Hún er eitt nálægasta dæmið um það sem stjörnufræðingar kalla virkar vetrarbrautir.

Frekari upplýsingar

ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 16 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Póllands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands, auk gestaþjóðarinnar Chile. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er stór þátttakandi í ALMA, stærsta stjarnvísindaverkefni heims. Á Cerro Armazones, skammt frá Paranal, er ESO að smíða 39 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
Stjörnufræðivefurinn
Ísland
Farsími: 8961984
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org

Richard Hook
ESO Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6655
Farsími: +49 151 1537 3591
Tölvupóstur: rhook@eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1707.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1707is
Nafn:NGC 1055
Tegund:Milky Way : Galaxy : Type : Spiral
Facility:Very Large Telescope
Instruments:FORS2

Myndir

The edge-on galaxy NGC 1055
The edge-on galaxy NGC 1055
texti aðeins á ensku
The surroundings of the edge-on galaxy NGC 1055
The surroundings of the edge-on galaxy NGC 1055
texti aðeins á ensku
The edge-on spiral galaxy NGC 1055 in the constellation of Cetus (The Sea Monster)
The edge-on spiral galaxy NGC 1055 in the constellation of Cetus (The Sea Monster)
texti aðeins á ensku

Myndskeið

ESOcast 98 Light: A Galaxy On Edge (4K UHD)
ESOcast 98 Light: A Galaxy On Edge (4K UHD)
texti aðeins á ensku
Zooming in on the edge-on galaxy NGC 1055
Zooming in on the edge-on galaxy NGC 1055
texti aðeins á ensku
Panning across a new image of NGC 1055
Panning across a new image of NGC 1055
texti aðeins á ensku