eso1701is — Fréttatilkynning

Leyndardómar Óríonsskýja

VISTA kortleggur Orion A sameindaskýið í nær-innrauðu ljósi

4. janúar 2017

Þessi glæsilega mynd er ein stærsta en nákvæmasta nær-innrauða ljósmyndin sem tekin hefur verið af Orion A sameindaskýinu, nálægasta stjörnumyndunarsvæði við Jörðina, um 1350 ljósár í burtu frá Jörðinni. Myndin var tekin með innrauða kortlagningarsjónaukanum VISTA í Paranal stjörnustöð ESO í norðurhluta Chile. Á henni sjást margar ungar stjörnur og önnur fyribæri sem alla jafna eru grafnar djúpt innan í rykskýjunum.

Nýja myndin kemur úr VISION kortlagnarverkefninu (Vienna Survey in Orion) en hún er sett saman úr myndum sem teknar voru af nær-innrauðu ljósi [1] með VISTA kortlagningarsjónaukanum í Paranal stjörnustöðinni í Chile. Á henni sést Orion A sameindaskýið í heild sinni en það er annað tveggja risameindaskýja í Óríon. Orion A nær um það bil átta gráður í suður frá hinu fræga sverði stjörnumerkisins Óríons.

VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki heims og hefur vítt sjónsvið með mjög næmum innrauðum ljósnemum sem gera hann kjörinn í að taka djúpar hágæða innrauðar ljósmyndir eins og í þessu metnaðarfulla verekfni.

VISION verkefnið hefur leitt af sér skrá sem inniheldur næstum 800.000 stjörnur, stjörnur í fæðingu og fjarlægar vetrarbrautir. Þetta er miklu viðameiri kortlangin en nokkur önnur á svæðinu til þessa [3].

VISTA nemur ljós sem mannsaugað greinir ekki og gerir stjörnufræðingum kleift að sjá falin fyrirbæri á svæðinu. Ungar stjörnur, sem sjást ekki í sýnilegu ljósi, koma í ljós þegar gerðar eru mælingar á löngum innrauðum bylgjulengdum því rykið sem umlykur þær verður gegnsærra.

Nýja myndin er skref í átt að heildarmynd af myndunarferlum stjarna í Orion A, bæði fyrir lágmassa- og hámassastjörnur. Tignarlegasta fyrirbærið er hin glæsilega Sverðþoka, einnig kölluð Messier 42 [4], sem sést vinstra megin á myndinni. Svæðið er hluti af sverði stjörnumerkisins Óríons. VISTA skráin nær yfir bæði kunnugleg fyrirbæri og ný, þar á meðal ungar stjörnur í mótun og mögulega tíu vetrarbrautaþyrpingar.

Annars staðar á myndinni sjáum við inn í dökku sameindaskýin í Óríon og koma þá mörg falin fyrirbæri í ljós, þar á meðal efnisskífur sem gætu leitt til myndunar nýrra stjarna, þokur tengdar nýfæddum stjörnum (Herbig-Haro fyrirbæri), smærri stjörnuþyrpingar og jafnvel vetrarbrautaþyrpingar langt fyrir utan Vetrarbrautina okkar. VISION kortlagningin gerir stjörnufræðingum kleift að rannsaka fyrstu þróunarstig ungra stjarna í nálægum sameindaskýjum.

Þessi glæsilega mynd af Orion A leggur grunninn að frekari rannsóknum á myndun stjarna og þyrpinga og sýnir um leið, enn einu sinni, getu VISTA sjónaukans til að taka myndir af stórum svæðum á himninum hratt og djúpt á nær-innrauða sviðinu [5].

Skýringar

[1] VISION kortlagningin þekur um það bil 16,3 fergráður og upplausnin er um það bil þriðjungur úr bogasekúndu á hverja myndeiningu.

[2] Hitt stóra Orion sameindaskýið er Orion B, austan við belti Óríons.

[3] Heildarkortlagningin nær yfir enn stærra svæði en sést á myndinni sem er 39.578 x 28.069 pixlar.

[4] Sverðþokunni í Óríon var fyrst lýst snemma á 17. öld en ekki er víst hver uppgötvaði hana. Franski halastjörnuleitarinn Messier gerði nákvæma teikningu af henni um miðja 18. öld og gaf henni númerið 42 í frægri skrá sinni. Hann gaf líka öðru svæði skammt norðan við þokuna númerið 424. Síðar gat William Herschel sér til um að þokan gæti verið „óreiðukennt efni fyrir sólir framtíðarinnar“ og stjörnufræðingar hafa síðan uppgötvað að mistrið er einmitt gas sem glóir fyrir tilverkan útfjólublás ljóss frá ungum heitum stjörnum sem hafa myndast þar nýlega.

[5] VISION kortlagningunni á Óríon verður fylgt eftir með nýrri, umfangsmeiri kortlagningu á öðrum stjörnumyndunarsvæðum með VISTA, kölluð VISIONS, sem hefst í apríl 2017.

Frekari upplýsingar

Skýrt er frá rannsókninni í greininni „VISION - Vienna survey in Orion I. VISTA Orion A Survey”, ef S. Meingast o.fl., sem birtist í tímaritinu Astronomy & Astrophysics.

Í rannsóknarteyminu eru Stefan Meingast (University of Vienna, Vienna, Austurríki), João Alves (University of Vienna, Vienna, Austurríki), Diego Mardones (Universidad de Chile, Santiago, Chile) , Paula Teixeira (University of Vienna, Vienna, Austurríki), Marco Lombardi (University of Milan, Milan, Ítalíu), Josefa Großschedl (University of Vienna, Vienna, Austurríki), Joana Ascenso (CENTRA, Universidade de Lisboa, Lisbon, Portúgal; Universidade do Porto, Porto, Portúgal), Herve Bouy (Centro de Astrobiología, Madrid, Spáni), Jan Forbrich (University of Vienna, Vienna, Austurríki), Alyssa Goodman (Harvard-Smithsonian Center for Astrophysics, Cambridge MA, Bandaríkjunum), Alvaro Hacar (University of Vienna, Vienna, Austurríki), Birgit Hasenberger (University of Vienna, Vienna, Austurríki), Jouni Kainulainen (Max-Planck-Institute for Astronomy, Heidelberg, Þýskalandi), Karolina Kubiak (University of Vienna, Vienna, Austurríki), Charles Lada (Harvard-Smithsonian Center for Astrophysics, Cambridge, Bandaríkjunum), Elizabeth Lada (University of Florida, Gainesville, Austurríki), André Moitinho (SIM/CENTRA, Universidade de Lisboa, Lisbon, Portúgal), Monika Petr-Gotzens (ESO, Garching, Þýskalandi), Lara Rodrigues (Universidad de Chile, Santiago, Chile) og Carlos G. Román-Zúñiga (UNAM, Ensenada, Baja California, Mexíkó).

ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 16 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Póllands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands, auk gestaþjóðarinnar Chile. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er stór þátttakandi í ALMA, stærsta stjarnvísindaverkefni heims. Á Cerro Armazones, skammt frá Paranal, er ESO að smíða 39 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
Stjörnufræðivefurinn
Ísland
Farsími: 8961984
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org

Richard Hook
ESO Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6655
Tölvupóstur: rhook@eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1701.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1701is
Nafn:Orion Molecular Cloud
Tegund:Milky Way : Nebula : Appearance : Dark : Molecular Cloud
Facility:Visible and Infrared Survey Telescope for Astronomy
Instruments:VIRCAM
Science data:2016A&A...587A.153M

Myndir

The Orion a molecular cloud from VISTA
The Orion a molecular cloud from VISTA
texti aðeins á ensku
Highlights from VISTA image of Orion A
Highlights from VISTA image of Orion A
texti aðeins á ensku

Myndskeið

ESOcast 90 Light: Orion’s Cloudy Secrets (4K UHD)
ESOcast 90 Light: Orion’s Cloudy Secrets (4K UHD)
texti aðeins á ensku
Visible/infrared comparison of views of the Orion A molecular cloud
Visible/infrared comparison of views of the Orion A molecular cloud
texti aðeins á ensku
Zooming in on a new VISTA image of the Orion A molecular cloud
Zooming in on a new VISTA image of the Orion A molecular cloud
texti aðeins á ensku
Slider comparison of visible and infrared views of the Orion A molecular cloud
Slider comparison of visible and infrared views of the Orion A molecular cloud
texti aðeins á ensku

Samanburður á myndum

Comparison of the Orion Molecular Cloud in visible and infrared
Comparison of the Orion Molecular Cloud in visible and infrared
texti aðeins á ensku