eso1635is — Fréttatilkynning

Ryksjá ESO skoðar faldar stjörnur

5. október 2016

Á þessari nýju mynd af geimþokunni Messier 78 sjást ungar stjörnur varpa bláleitu ljósi á umhverfi sitt og rauðleitar stjörnur sem eru að brjótast úr rykhýðum sínum. Með berum augum eru flestar stjörnurnar huldar á bak við ryk Visible and Infrared Survey Telescope for Astronomy (VISTA) sjónauki ESO sér nær-innrautt ljós sem berst í gegnum rykið. Sjónaukinn er eins og risavaxin ryksjá sem gerir stjörnufræðingum kleift að skyggnast djúpt inn í umhverfið í kring.

Messier 78 eða M78 er endurskinsþoka í um það bil 1600 ljósára fjarlægð frá Jörðinni í stjörnumerkinu Óríon, rétt fyrir ofan stjörnurnar þrjár í belti Óríons. Messier 78 er bláleita þokumóðan í miðjunni en endurskinsþokan hægra megin er kölluð NGC 2071. Franski stjörnufræðingurinn Pierre Méchain fann þokuna árið 1780 en í dag er hún þekkt sem Messier 78 því hún var 78. fyrirbærið sem rataði í skrá landa hans Charles Messier í desember 1780.

Í sýnilegu ljósi eins og með Wide Field Imager ESO í La Silla stjörnustöðinni virðist Messier 78 glóandi heiðblátt ský, sveipað dökkum slæðum (eso1105). Geimryk endurvarpar og dreifir ljósinu frá ungum bláleitum stjörnum í miðju Messier 78 og er hún þess vegna endurskinsþoka.

Dökku slæðurnar eru þykk rykský sem skyggja á sýnilegt ljós fyrir aftan. Í þessum þéttu, köldu skýjum verða nýjar stjörnur til. Þegar Messier 78 og nágrannaþokurnar eru rannsakaðar í hálfsmillímetrageilsun, sem eru milli útvarpsbylgna og innrauðs ljóss, til dæmis með Atacama Pathfinder Experiment (APEX) sjónaukanum, sést bjarminn frá rykkornum sem eru örlítið heitari en nístingskalt umhverfið í kring (sjá eso1219). Að lokum verða nýjar stjörnur til á þessum svæðum þegar þyngdarkrafturinn veldur því að þau dragast saman og hitna.

Milli sýnilegs ljóss og hálfsmillímetrageislunar er nær-innrauði hluti litrófsins og veitir Visible and Infrared Survey Telescope for Astronomy (VISTA) stjörnufræðingum mikiilvægar upplýsingar um það. Fyrir utan endurkast ryksins og sér VISTA bjartar sjtörnur í Messier 78 í gegnum þynnri rykslæðurnar. Á miðri myndinni eru tveir bjartir ofurrisar, HD 38563A og HD 38563B. Hægra megin sést ofurrisinn HD 290861 sem lýsir upp NGC 2071.

Fyrir utan stóru, bláu, heitu stjörnurnar getur VISTA líka séð margar stjörnur sem eru að myndast í geimrykinu á víð og dreif um svæðið og koma rauðir og gulir litir þeirra vel fram á myndinni. Þessar litríku stjörnur eru í rykslæðunum í kringum NGC 2071 og meðfram rykslóðinni til vinstri á myndinni. Sumar eru T-tarfsstjörnur. Þótt þær séu tiltölulega bjartar eru þær enn ekki nógu heitar til þess að kjarnasamruni geti hafist í kjörnum þeirra. Á nokkrum tugum milljónum munu þær verða að fullvaxta stjörnum sem lýsa upp Messier 78 svæðið.

Frekari upplýsingar

ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 16 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Póllands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands, auk gestaþjóðarinnar Chile. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er stór þátttakandi í ALMA, stærsta stjarnvísindaverkefni heims. Á Cerro Armazones, skammt frá Paranal, er ESO að smíða 39 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
Stjörnufræðivefurinn
Ísland
Farsími: 8961984
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org

Richard Hook
ESO Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6655
Farsími: +49 151 1537 3591
Tölvupóstur: rhook@eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1635.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1635is
Nafn:M 78, Messier 78
Tegund:Milky Way : Nebula : Type : Star Formation
Milky Way : Nebula : Appearance : Emission : H II Region
Facility:Visible and Infrared Survey Telescope for Astronomy
Instruments:VIRCAM

Myndir

VISTA views Messier 78
VISTA views Messier 78
texti aðeins á ensku
Endurskinsþokan Messier 78 í Óríon
Endurskinsþokan Messier 78 í Óríon
Comparisons between parts of the Messier 78 region in visible and infrared light
Comparisons between parts of the Messier 78 region in visible and infrared light
texti aðeins á ensku

Myndskeið

Zooming into VISTA’s view of Messier 78
Zooming into VISTA’s view of Messier 78
texti aðeins á ensku
Panning across VISTA’s view of Messier 78
Panning across VISTA’s view of Messier 78
texti aðeins á ensku
Infrared/visible-light cross-fade views of Messier 78
Infrared/visible-light cross-fade views of Messier 78
texti aðeins á ensku