eso1613is — Fréttatilkynning

Fjórir leysigeislar yfir Paranal

Four Laser Guide Star Facility á Very Large Telescope ESO tekinn í notkun

27. apríl 2016

Hinn 26. apríl 2016 vorur fjórir öflugir leysigeislar teknir í notkun í Paranal stjörnustöð ESO að viðstöddu fjölmenni. Leysigeislarnir mynda aðlögunarsjóntækjabúnað Very Large Telescope og eru ómissandi hluti sjónaukans. Viðstöddum urðu vitni að glæsilegri leysigeislasýningu á himninum yfir Paranal. Þetta eru öflugustu leysigeislastjörnur sem notaðar hafa verið í stjarnvísindum og eflir getu sjónaukans til muna.

Starfsfólk ESO var viðstatt þegar leysigeislarnir voru teknir í notkun, sem og fulltrúar fyrirtækja sem hafa unnið að mismunandi hlutum í nýja kerfinu.

Four Laser Guide Star Facility (4LGSF) beinir fjórum 22 watta leysigeislum til himins og býr til gervistjörnu með því að örva natríumatóm í efri hluta lofthjúpsins svo þau glóa eins og raunverulegar stjörnur. Gervistjörnurnar gera aðlögunarsjóntækjabúnaðinum kleift að leiðrétta ókyrrðina í lofthjúp Jarðar svo sjónaukarnir ná enn skarpari myndum. Með meira en einum leysigeisla er hægt að kortleggja ókyrrðina í lofthjúpnum í mun meiri smáatriðum og bæta þannig myndgæðin yfir stærra sjónsvið.

Four Laser Guide Star Facility búnaðurinn er gott dæmi um flókin rannsóknar- og þróunarverkefni sem ESO vinnur með evrópskum iðnaði. Leysigeislakerfið í 4LGSF er eittt best heppnaða tækniþróunarverkefni ESO og einkafyrirtækja.

TOPTICA, þýskur verktaki, hafði umsjón með smíði leysigeislabúnaðarins og bjó til sveiflugjafann, tíðnitvöfaldarann og hugbúnaðinn fyrir stjórnkerfið. „TOPTICA hefur notið góðs af samstarfinu við ESO. Það er ekki aðeins persónulega ánægjulegt að taka þátt í stjarnvísindum og rifja í leiðinni upp gamalt áhugamál með mjög færum tæknimönnum ESO; heldur veit þetta okkur innblástur til að þróa eigin vörur,“ segir Wilhelm Kaenders, forseti TOPTICA [2].

MPBC frá Kanada lagði til leysigeisladælurnar og Raman ljósleiðaramagnara, sem byggðir eru á einkaleyfi ESO. Jane Bachynski, forseti MPB Communications Inc. sagði: „MPBC er stolt af samstarfinu við ESO í að þróa Raman ljósleiðaramagnara með miklu meira afl en áður og gerir það MPBC kleift að flytja þessa tækni til stjarnanna. Notkun leysigeislans er hápunkturinn í margra ára vinnu og fyrir hönd allra þeirra sem tóku þátt þökkum við kærlega fyrir.“ [3]

TNO í Hollandi framleiddi sjónpípurnar sem stækka leysigeislana og beina þeim til himins. Paul de Krom, forstjóri TNO, sagði: „TNO naut góðs af samstarfinu við þróun á sjónpípunum og hlakkar til þess að vinna með ESO og öðrum samstarfsaðlum í 4LGSF verkefninu í framtíðinni.“ [4]

4LGSF er hluti af aðlögunarsjóntækjakerfi VLT sjónauka fjögur. Það var hannað sérstaklega til að styðja við aðlögunarsjóntækjabúnaðinn GALACSI/MUSE og GRAAL/HAWK-I með fjórum natríumleysigeislastjörnum. Með þessum nýja búnaði er Paranal stjörnustöðin áfram með þróaðasta aðlögunarsjóntækjakerfi í heiminum í dag.

ESO og einkafyrirtæki víða um heim þróaði 4LGSF leysigeislakerfið og hafa aðrar stjörnustöðvar, þar á meðal Keck stjörnustöðin (sem fjármagnaði þróunarvinnuna að hluta ásamt Evrópuráðinu) og Subaru sjónaukinn, óskað eftir slíkum búnaði. Í framtíðinni verða leysigeislar af þessu tagi einnig á sjónaukum Gemini stjörnustöðvarinnar, í ýmsum öðrum stjörnustöðvum og risasjónaukum framtíðarinnar.

Ný tækni sem þróuð var fyrir Four Laser Guide Star Facility ryður ennfremur brautina fyrir aðlögunarsjóntækni European Extremely Large Telescope (E-ELT), stærsta auga Jarðar.

Skýringar

[1] 4LGSF er leysigeislakerfi af annarri kynslóð, smíðað af ESO fyrir aðlögunarsjóntækjabúnaðinn á fjórða VLT sjónaukann. Tveir mikilvægir hlutar af 4LGSF, leysigeislakerfið og sjónpípan fyrir leysigeislasjónaukann, voru fengnir frá iðnaði. Raman ljósleiðarabúnaðurinn, sem 4LGSF kerfið er byggt á, var þróaður hjá ESO sem hefur einkaleyfi fyrir honum en veitir leyfi til notkunar hans í iðnaði.

[2] Verkefnið hefur gert TOPTICA kleift að þróa nýjar vörur á öðrum bylgjulengdum og öðru afli. Fyrirtækið framleiðir nú SodiumStar 20/2 sem er hálfgerður staðalbúnaður fyrir sjónauka um allan heim. Allar næstu kynslóðir risasjónauka munu nota SodiumStar leysigeisla. Eftir sjö ára samstarf við ESO hefur fyrirtækið vaxið úr 80 starfsmönnum í yfir 200 í dag.

[3] Samstarf MPBC við ESO hefur leitt af sér vörulínu á mögnurum fyrir staka tíðni á næstum hvaða bylgjulengd sem er. Það kemur sér að góðu gagni í vísindarannsóknum og þjónustu.

[4] Margir aðrir aðilar í Hollandi tóku þátt í þróunarstarfi TNO (Vernooy, Vacutech, Rovasta, Schott Benelux, Maxon Motor Benelux, IPS technology, Sensordata og WestEnd) og önnur alþjóðleg fyrirtæki (RMI, Qioptiq, Laser Components, Carl Zeiss, GLP, Faes, Farnell, Eriks and Pfeiffer). Þekkingin og tæknin sem fæst með því að vinna með ESO náði til hollenskra og evrópskra samstarfsaðila TNO á sviði stjarnvísinda, fjarskipta, hálfleiðaraframleiðanda, lækningatækja, geimvísinda og vöktun Jarðar.

Frekari upplýsingar

ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 16 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Póllands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands, auk gestaþjóðarinnar Chile. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er stór þátttakandi í ALMA, stærsta stjarnvísindaverkefni heims. Á Cerro Armazones, skammt frá Paranal, er ESO að smíða 39 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
Stjörnufræðivefurinn
Ísland
Farsími: 8961984
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org

Domenico Bonaccini Calia
ESO
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6567
Farsími: +49 (0) 174 5246 013
Tölvupóstur: Domenico.Bonaccini@eso.org

Wolfgang Hackenberg
ESO
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6782
Tölvupóstur: whackenb@eso.org

Richard Hook
ESO Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6655
Farsími: +49 151 1537 3591
Tölvupóstur: rhook@eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1613.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1613is
Nafn:Laser Guide Star
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory : Instrument
Facility:Very Large Telescope
Instruments:4LGSF

Myndir

The most powerful laser guide star system in the world sees first light at the Paranal Observatory
The most powerful laser guide star system in the world sees first light at the Paranal Observatory
texti aðeins á ensku
Schematic view of the Four Laser Guide Star Facility on the ESO VLT
Schematic view of the Four Laser Guide Star Facility on the ESO VLT
texti aðeins á ensku
Celebrations for the first light of the Four Laser Guide Star Facility on ESO’s VLT
Celebrations for the first light of the Four Laser Guide Star Facility on ESO’s VLT
texti aðeins á ensku
The most powerful laser guide star system in the world sees first light at the Paranal Observatory
The most powerful laser guide star system in the world sees first light at the Paranal Observatory
texti aðeins á ensku
The most powerful laser guide star system in the world sees first light at the Paranal Observatory
The most powerful laser guide star system in the world sees first light at the Paranal Observatory
texti aðeins á ensku
The most powerful laser guide star system in the world sees first light at the Paranal Observatory
The most powerful laser guide star system in the world sees first light at the Paranal Observatory
texti aðeins á ensku
The most powerful laser guide star system in the world sees first light at the Paranal Observatory
The most powerful laser guide star system in the world sees first light at the Paranal Observatory
texti aðeins á ensku
The most powerful laser guide star system in the world sees first light at the Paranal Observatory
The most powerful laser guide star system in the world sees first light at the Paranal Observatory
texti aðeins á ensku
The most powerful laser guide star system in the world sees first light at the Paranal Observatory
The most powerful laser guide star system in the world sees first light at the Paranal Observatory
texti aðeins á ensku
The most powerful laser guide star system in the world sees first light at the Paranal Observatory
The most powerful laser guide star system in the world sees first light at the Paranal Observatory
texti aðeins á ensku
The most powerful laser guide star system in the world sees first light at the Paranal Observatory
The most powerful laser guide star system in the world sees first light at the Paranal Observatory
texti aðeins á ensku
The most powerful laser guide star system in the world sees first light at the Paranal Observatory
The most powerful laser guide star system in the world sees first light at the Paranal Observatory
texti aðeins á ensku
The most powerful laser guide star system in the world sees first light at the Paranal Observatory
The most powerful laser guide star system in the world sees first light at the Paranal Observatory
texti aðeins á ensku
The most powerful laser guide star system in the world sees first light at the Paranal Observatory
The most powerful laser guide star system in the world sees first light at the Paranal Observatory
texti aðeins á ensku
The most powerful laser guide star system in the world sees first light at the Paranal Observatory
The most powerful laser guide star system in the world sees first light at the Paranal Observatory
texti aðeins á ensku
The most powerful laser guide star system in the world sees first light at the Paranal Observatory
The most powerful laser guide star system in the world sees first light at the Paranal Observatory
texti aðeins á ensku

Myndskeið

The most powerful laser guide star system in the world sees first light at the Paranal Observatory
The most powerful laser guide star system in the world sees first light at the Paranal Observatory
texti aðeins á ensku
The VLT's Laser Guide Star Facility
The VLT's Laser Guide Star Facility
texti aðeins á ensku
Yepun's lasers ignore the clouds
Yepun's lasers ignore the clouds
texti aðeins á ensku
Laser — do not look into the beam!
Laser — do not look into the beam!
texti aðeins á ensku
Four lasers fire into the atmosphere
Four lasers fire into the atmosphere
texti aðeins á ensku
Laser beams over Paranal
Laser beams over Paranal
texti aðeins á ensku
The most powerful laser guide star system in the world sees first light at the Paranal Observatory
The most powerful laser guide star system in the world sees first light at the Paranal Observatory
texti aðeins á ensku