eso1605is — Fréttatilkynning

Augnablik stjörnu í sviðsljósinu

10. febrúar 2016

Á þessari nýju mynd frá La Silla stjörnustöð ESO í Chile sést hvernig nýmynduð stjarna lýsir upp geimský í nágrenni sínu. Ryk í skýjum sem umlykja stjörnuna HD 97300 dreifa ljósi hennar, rétt eins og þoka dreifir bílljóssum, svo úr verður endurskinsþokan IC 2631. Þótt HD 97300 sé núna í sviðsljósinu markar rykið í kringum hana tilkomu nýrra stjarna sem gætu stolið senunni í framtíðinni.

Skýið glóandi á þessari mynd frá 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum er endurskinsþokan IC 2631. Endurskinsþokur eru úr geimryki sem, eins og nafnið gefur til kynna, endurvarpa ljósi frá nálægum stjörnum út í geiminn svo úr verður glæsileg ljósasýning eins og þessi. IC 2631 er bjartasta geimþokan í stjörnumyndunarsvæðinu í Kamelljónið. Svæðið er í um 500 ljósára fjarlægð frá Jörðinni.

Ein yngsta, bjartasta og efnismesta stjarnan á svæðinu, HD 97300, lýsir upp IC 2631. Svæðið er efnismikið eins og sést af dimmu skuggaþokunni fyrir ofan og neðan IC 2631. Skuggaþokur eru úr gasi og ryki sem er svo þétt að ljós frá stjörnum í bakgrunni kemst ekki í gegnum þær.

Endurskinþokur eins og sú sem HD 97300 myndar dreifa einungis ljós frá stjörnum út í geiminn. Orkuríkara ljós eins og útfjólublátt frá mjög heitum ungstirnum getur jónað gas í kring svo það geislar frá sér eigin ljósi. Ljómþokur af því tagi benda til tilvistar heitari og öflugari stjarna sem sjást úr mikilli fjarlægð, jafnvel þúsundir ljósára. HD 97300 er ekki svo öflug svo hennar augnablik í sviðsljósinu varir ekki að eilífu.

Frekari upplýsingar

ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 16 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Póllands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands, auk gestaþjóðarinnar Chile. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er stór þátttakandi í ALMA, stærsta stjarnvísindaverkefni heims. Á Cerro Armazones, skammt frá Paranal, er ESO að smíða 39 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
Stjörnufræðivefurinn
Ísland
Farsími: 8961984
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org

Richard Hook
ESO Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6655
Farsími: +49 151 1537 3591
Tölvupóstur: rhook@eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1605.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1605is
Nafn:IC 2631
Tegund:Milky Way : Nebula : Appearance : Reflection
Facility:MPG/ESO 2.2-metre telescope
Instruments:WFI

Myndir

Young star lights up reflection nebula IC 2631
Young star lights up reflection nebula IC 2631
texti aðeins á ensku
The location of the reflection nebula IC 2631 in the constellation of Chameleon
The location of the reflection nebula IC 2631 in the constellation of Chameleon
texti aðeins á ensku
The sky around reflection nebula IC 2631
The sky around reflection nebula IC 2631
texti aðeins á ensku

Myndskeið

Zooming in on the young star in the reflection nebula IC 2631
Zooming in on the young star in the reflection nebula IC 2631
texti aðeins á ensku
Close-up of the reflection nebula IC 2631
Close-up of the reflection nebula IC 2631
texti aðeins á ensku