eso1440is — Fréttatilkynning

Grænt ljós gefið á smíði E-ELT

4. desember 2014

ESO ráðið, æðsta stjórn ESO, samþykkti nýverið [1] að hefja smíði European Extremely Large Telescope (E-ELT) í tveimur áföngum. Gænt ljós hefur verið gefið til að ráðast í fyrri áfanga verkefnisins sem felur í sér um eins milljarðs evra fjárfestingu á smíði sjónauka sem verður að fullu starfhæfur með fjölda öflugra mælitækja og stefnt er á að taka í notkun eftir tíu ár. Sjónaukinn mun bylta rannsóknum á reikistjörnum utan okkar sólkerfis, stjörnum í nálægum vetrarbrautum og fyrirbærum í hinum fjarlæga alheimi. Á næsta ári verður gerður stærsti verktakasamningur í sögu ESO til þessa um smíði á hvolfþakinu og meginbyggingu sjónaukans.

E-ELT verður 39 metra breiður sjónauki fyrir sýnilegt og innrautt ljós á Cerro Armazones, fjalli í Atacamaeyðimörkinni í Chile um 20 km frá Cerro Paranal þar sem Very Large Telescope ESO er hýstur. E-ELT verður stærsta auga jarðar.

„Ákvörðun ráðsins var samþykkt sem þýðir að fjármagn hefur fengist fyrir smíði E-ELT svo nú er loks hægt að ráðast í smíði hans og getur verkefnið haldið áfram samkvæmt áætlun. Nú þegar hefur góður gangur verið í verkefninu í Chile á Armazonesfjalli. Næstu ár verða afar spennandi,“ segir Tim de Zeeuw, framkvæmdarstjóri ESO.

Í júní 2012 lagði ESO ráðið blessun sína yfir E-ELT verkefnið gegn því skilyrði að verktakasamningar yfir 2 milljónum evra yrðu aðeins undirritaðir þegar fjármögnun á 90% af heildarkostnaði sjónaukans (1083 milljónir evra miðað við verðlag árið 2012) lægi fyrir. Undantekning var veitt fyrir verkavinnu á staðnum sem hófst þegar sprengt var fyrir sjónaukann í júní 2014. Sú vinna hefur gengið vel.

Eins og sakir standa hefur 10% af heildarkostnaði verkefnisins verið færður yfir í annan áfanga. Með aðild Póllands að ESO hefur fjármögnun E-ELT nú loks náð rúmum 90% af heildarkostnaði fyrsta áfanga sem tryggir að E-ELT verður að fullu leyti starfhæfur. Búist er við viðbótarframlagi frá tilvonandi aðildarríki, Brasilíu, á komandi árum.

Til að koma í veg fyrir að verkefnið fjari út hefur ESO ráðið ákveðið að hefja fyrsti áfanga í smíði hins 39 metra breiða sjónauka. Í því felst samningur um smíði hvolfþaksins yfir sjónaukann og bygginguna í kringum hann. Þessi samningur verður undirritaður síðla árs 2015 og verður sá stærsti í sögu ESO en leiðir til E-ELT sjónauka sem verður að fullu starfhæfur.

Á meðal þeirra hluta í sjónaukanum sem ekki eru fjármagnaðir að fullu má nefna hluta af aðlögunarsjóntækjunum, mælitækjum, fimm innstu spegilhringina af safnspegli sjónaukans (210 speglar) og varaspegla fyrir safnspegilinn sem þörf er á til að hámarka nýtni sjónaukans í framtíðinni. Smíði þessara hluta sjónaukans verður samþykkt þegar frekara fjármagn fæst, þar á meðal þess sem búist er við frá aðild Brasilíu. Frestun á smíði þessara hluta mun ekki koma til með að hafa áhrif á getu sjónaukans til að skila framúrskarandi rannsóknum við lok fyrsta áfanga.

Frekari upplýsingar er að finna í spurt og svarað og grein í Messenger.

„Fjármagnið sem nú er tryggt gerir okkur kleift að smíða E-ELT sem verður öflugastur allra fyrirhugaðra risasjónauka með framúrskarandi ljóssöfnunargetu og mælitæki. Sjónaukinn mun gera okkur kleift að rannsaka fjarreikistjörnur á stærð við Jörðina, stjörnur í nálægum vetrarbrautum og gera mjög nákvæmar mælingar á fyrirbærum í hinum fjarlæga alheimi,“ segir Tim de Zeeuw að lokum.

Skýringar

[1] Tíu jákvæð atkvæði þurfti til að taka ákvörðunina. Þrjú atkvæði af fjórtán eru ad referendum, sem þýðir að þau eru álitin jákvæð fyrirfram en krefjast staðfestingar yfirvalda í þessum þremur aðildarríkjum fyrir næsta fund ráðsins. Þegar þau hafa verið staðfest er ákvörðun ráðsins einróma.

Frekari upplýsingar

ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 15 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 39 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
Háskóli Íslands
Reykjavík, Ísland
Farsími: 8969184
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org

Richard Hook
ESO Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6655
Tölvupóstur: rhook@eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1440.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1440is
Nafn:Extremely Large Telescope
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory
Facility:Extremely Large Telescope

Myndir

Artist’s impression of the European Extremely Large Telescope
Artist’s impression of the European Extremely Large Telescope
texti aðeins á ensku
ESO Council gives green light for E-ELT construction
ESO Council gives green light for E-ELT construction
texti aðeins á ensku
Moonrise over Cerro Armazones
Moonrise over Cerro Armazones
texti aðeins á ensku
Work on Cerro Armazones makes good progress
Work on Cerro Armazones makes good progress
texti aðeins á ensku
Artist’s impression of the European Extremely Large Telescope
Artist’s impression of the European Extremely Large Telescope
texti aðeins á ensku
Artist’s impression of the European Extremely Large Telescope
Artist’s impression of the European Extremely Large Telescope
texti aðeins á ensku
Cerro Armazones seen from the Paranal platform
Cerro Armazones seen from the Paranal platform
texti aðeins á ensku
Distant view of work on Cerro Armazones
Distant view of work on Cerro Armazones
texti aðeins á ensku
Work on Cerro Armazones seen from Paranal
Work on Cerro Armazones seen from Paranal
texti aðeins á ensku
Panoramic view of Cerro Armazones from Paranal
Panoramic view of Cerro Armazones from Paranal
texti aðeins á ensku
Work on Cerro Armazones makes good progress
Work on Cerro Armazones makes good progress
texti aðeins á ensku
Cerro Armazones
Cerro Armazones
texti aðeins á ensku

Myndskeið

ESOcast 70: Green Light for E-ELT Construction
ESOcast 70: Green Light for E-ELT Construction
texti aðeins á ensku
Blowing the lid off Cerro Armazones
Blowing the lid off Cerro Armazones
texti aðeins á ensku