eso1411is — Fréttatilkynning

Vetrarbrautagleypir

2. apríl 2014

Á þessari nýju mynd sem tekin var með 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum í La Silla stjörnustöðinni í Chile, sjást tvær harla ólíkar vetrarbrautir: NGC 1316 og nágranni hennar NGC 1317 sem er minni. Báðar eru steinsnar frá hvor annarri í geimnum en saga þeirra er mjög frábrugðin. Litla þyrilvetrarbrautin NGC 1317 tilþrifalausa ævi á meðan NGC 1317 hefur hámað í sig nokkrar aðrar vetrarbrautir í gegnum tíðina eins og sést á henni.

NGC 1316 ber ýmis merki um að hafa átt fremur stormasama fortíð. Sem dæmi eru óvenjulegar rykslæður [1] í stórum hjúpi stjarna í vetrarbrautinni og svermur óvenju lítilla kúluþyrpinga í kringum hana. Þetta bendir til að hún hafi gleypt rykuga þyrilvetrarbraut fyrir um þremur milljörðum ára.

Umhverfis vetrarbrautina glittir í mjög daufa flóðhala — strauma úr stjörnum sem hafa þotið burt frá vetrarbrautinni. Þessir straumar verða til við fyrir tilverknað flókinna þyngdarkrafta sem koma róti á brautir stjarnanna þegar aðrar vetrarbrautir gerast of nærgöngular. Allt eru þetta merki um tilþrifamikla fortíð þegar NGC 1316 gleypti aðrar vetrarbrautir og að þessi eyðileggjandi hegðun muni halda áfram.

NGC 1316 er í um 60 milljón ljósára fjarlægð frá Jörðinni í stjörnumerkinu Ofninum. Hún er einnig kölluð Fornax A sem þýðir að hún er með björtustu útvarpslindunum í stjörnumerkinu og raunar fjórða bjartasta útvarpslindin á himninum [2]. Þessi útvarpslind er knúin áfram af efni sem er að falla ofan í risasvarthol í miðju vetrarbrautarinnar og hefur líklega fengið auka matarskammt eftir víxlverkun við aðrar vetrarbrautir.

Myndin er sett saman úr mörgum stökum myndum úr gagnasafni ESO sem teknar voru með 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum í La Silla stjörnustöðinni í Chile. Upphaflega markmið mælinganna var að draga fram daufustu smáatriðin í vetrarbrautinni og rannsaka sundrunguna í þessu áhugaverða fyrirbæri.

Fyrir utan þetta gefur myndin líka sýn inn í fjarlægari afkima alheimsins. Langt fyrir aftan björtu vetrarbrautirnar fremst eru daufir þokublettir. Þetta eru mun fjarlægari vetrarbrautir, sér í lagi þétti hópurinn vinstra megin við NGC 131t6.

Skýringar

[1] Hubble geimsjónauki NASA og ESA hefur kannað þessar rykslæður í smáatriðum.

[2] Þetta gildir á 1400 MHz útvarpstíðni, á öðrum tíðnum er röðin önnur.

Frekari upplýsingar

ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 15 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 39 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
Háskóli Íslands
Reykjavík, Ísland
Farsími: 896-1984
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org

Richard Hook
ESO, Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6655
Farsími: +49 151 1537 3591
Tölvupóstur: rhook@eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1411.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1411is
Nafn:NGC 1316
Tegund:Local Universe : Galaxy : Grouping : Pair
Facility:MPG/ESO 2.2-metre telescope
Instruments:WFI

Myndir

Tvær ólíkar vetrarbrautir, NGC 1316 og NGC 1317
Tvær ólíkar vetrarbrautir, NGC 1316 og NGC 1317
Vetrarbrautaparið NGC 1316 og NGC 1317 í stjörnumerkinu Ofninum
Vetrarbrautaparið NGC 1316 og NGC 1317 í stjörnumerkinu Ofninum
Víðmynd af himninum í kringum vetrarbrautirnar NGC 1316 og 1317
Víðmynd af himninum í kringum vetrarbrautirnar NGC 1316 og 1317

Myndskeið

Zooming in on the galaxies NGC 1316 and 1317
Zooming in on the galaxies NGC 1316 and 1317
texti aðeins á ensku
Panning across the galaxies NGC 1316 and 1317
Panning across the galaxies NGC 1316 and 1317
texti aðeins á ensku