eso1305is — Fréttatilkynning

Háttsettir evrópskir embættismenn heimsækja Paranal

28. janúar 2013

Nokkrir háttsettir evrópskir embættismenn hafa heimsótt Paranal stjörnustöð ESO í norðurhluta Chile síðustu daga í kjölfar CELAC-EU (Community of Latin American and Caribbean States-European Union) ráðstefnunnar. Ráðstefnan, sem er sú stærsta sem Chile hefur skipulagt, fór fram í Santiago vikuna 22.-28. janúar 2013. ESO lék lykilhlutverk í viðburðinum og fékk þar kjörið tækifæri til að kynna starfsemi sína og aðstöðu fyrir fulltrúum aðildarríkja sinna.

Undanfarna viku hafa nokkrir háttsettir evrópskir embættismenn heimsótt aðsetur ESO í Chile. Þeirra á meðal voru José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins; Herman Von Rompuy forseti Evrópuráðsins; Catherine Ashton, utanríkismálastýra Evrópusambandsins; Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar; Karel De Gucht viðskipamálastjóri ESB og Kate Smith, stjórnandi Ameríkumála hjá utanríkisráðuneyti Bretlands.

Sextíu og einn þjóðarleiðtogi frá Mið- og Suður-Ameríku, Karíbahafinu og Evrópusambandinu var boðið til ráðstefnunnar auk ráðherra og annarra opinberra embættismanna. Markmið ráðstefnunnar var að byggja upp samstarf meðal þjóðanna í sjálfbærri þróun og koma upp pólitísku, efnahagslegu og orkumálasamstarfi.

José Manuel Barroso og Herman Von Rompuy heimsóttu sjálfir Paranal stjörnustöð ESO sem er í 2.635 metra hæð yfir sjávarmáli í Atacamaeyðimörkinni í Chile. Báðir nutu leiðsagnar Tim de Zeeuw, framkvæmdarstjóra ESO, um stjörnustöðina þar sem þeir dáðust að 8,2 metra sjónaukunum fjórum sem mynda Very Large Telescope (VLT), þróaðasta stjörnusjónauka heims fyrir innrautt og sýnilegt ljós. Þeir skoðuðu einnig hið margrómaða Residenia, gisti- og skrifstofuaðstöðu stjörnustöðvarinnar.

Í heimsókn sinni sagði Herman Von Rompuy: „Sjónaukarnir sem hér eru, bera evrópskum vísindamönnum og iðnaði gott vitni en eru líka til marks um hversu gott samstarfið innan ESO er, bæði milli aðildarríkjanna og gestaþjóðarinnar Chile. Paranal er öflugt tákn um leit mannkyns að þekkingu og alþjóðlegt samstarf.“

José Manuel Barroso lét í ljós þakklæti sitt fyrir tækifærið til að himsækja Paranal stjörnustöð ESO: „Þetta hefur verið frábært tækifæri til að heimsækja þennan magnaða stað og sjá frá fyrstu hendi ávöxt samstarfs margra Evrópuríkja á sviði stjarnvísinda. Það er gríðarlega mikilvægt að við höldum áfram að kanna ókönnuð svið vísinda og dýpka þekkingu okkar á alheiminum. Sem Evrópubúi er ég stoltur að sjá okkur vinna að þessu metnaðarfulla markmiði.“

Tim de Zeeuw, framkvæmdarstjóri ESO bætti við: „Það er okkur heiður að taka á móti leiðtogum Evrópusambandasins sem og fulltrúum Evrópuríkja hér í Paranal og kynna fyrir þeim starfsemi okkar. ESO er fyrirtaks dæmi um það hvernig fólk frá mismunandi löndum með ólíkan menningarlegan bakgrunn hefur komið saman og gert stjarnvísindarannsóknir í aðildarríkjum okkar og gestaþjóðinni Chile að þeim fremstu í heiminum.“

Catherine Ashton, utanríkismálastýra Evrópusambandsins, heimsótti Paranal stjörnustöðina fyrr í vikunni ásamt Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar.

Massimo Tarenghi, fulltrúi ESO í Chile, sagði að lokum: „Við erum þakklát fyrir stuðning aðildarríkja okkar í Evrópu og líka fyrir mikinn stuðning chilesku ríkisstjórnarinnar sem hefur gert okkur klefit að stunda fyrsta flokks vísindi hér í Chile með VLT og hefja skipulagingu European Extremely Large Telescope, stærsta auga jarðar.“

Að auki heimsótti Kate Smith, stjórnandi Ameríkumála hjá utanríkisráðuneyti Bretlands, skrifstofur ESO í Santiago þar sem umsjón með starfsemi ESO í Chile fer fram.

ESO var einnig boðið að sýna afrakstur starfsemi sinnar á CELAC-EU ráðstefnunni í Espacio Riesco í Santiago. Sjálfar stjörnurnar voru ennfremur þemað í merki ráðstefnunnar sem byggði á hönnun chileska myndhöggvarans Mario Irarrázabal og sýnir stjörnur á himninum í norður Chile. Awesome Universe sýning ESO, sem sett var upp í tilefni af 50 ára afmæli samtakanna árið 2012, var valin til að skreyta svæðið en einnig voru settar upp ljósmyndir ESO af stjörnuhiminum sem venjulega eru til sýnis í forsetahöllinni í Santiago.

Frekari upplýsingar

ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og ein öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 15 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. Með því að reisa og reka öflugustu stjörnuathugunarstöðvar heims leggur ESO grunninn að mikilvægum uppgötvunum stjörnufræðinga. Í Chile rekur ESO þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 39 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
University of Iceland
Reykjavík, Iceland
Farsími: +354-896-1984
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org

Lars Lindberg Christensen
ESO education and Public Outreach Department
Garching bei München, Germany
Sími: +49-89-3200-6761
Farsími: +49-173-3872-621
Tölvupóstur: lars@eso.org

Massimo Tarenghi
ESO Representative in Chile
Santiago, Chile
Sími: +56 2 463 3143
Tölvupóstur: mtarengh@eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1305.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1305is
Nafn:ESO Director General, Site visit
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory
Facility:Very Large Telescope

Myndir

President of the European Council, Herman Van Rompuy, during a visit to the Paranal Observatory
President of the European Council, Herman Van Rompuy, during a visit to the Paranal Observatory
texti aðeins á ensku
The President of the European Commission, José Manuel Barroso, during a visit to ESO’s Paranal Observatory
The President of the European Commission, José Manuel Barroso, during a visit to ESO’s Paranal Observatory
texti aðeins á ensku
ESO images and model of the E-ELT at the CELAC-EU summit in Santiago
ESO images and model of the E-ELT at the CELAC-EU summit in Santiago
texti aðeins á ensku
The Prime Minister of France, Jean-Marc Ayrault, and Massimo Tarenghi at the CELAC–EU summit in Santiago
The Prime Minister of France, Jean-Marc Ayrault, and Massimo Tarenghi at the CELAC–EU summit in Santiago
texti aðeins á ensku
ESO images and model of the E-ELT at the CELAC-EU summit in Santiago
ESO images and model of the E-ELT at the CELAC-EU summit in Santiago
texti aðeins á ensku

Myndskeið

Visit of José Manuel Barroso to the VLT
Visit of José Manuel Barroso to the VLT
texti aðeins á ensku