eso1031is — Fréttatilkynning

Skær stjarna í litríku umhverfi

28. júlí 2010

Ný og glæsileg ljósmynd úr Wide Field Imager myndavél ESO í La Silla stjörnustöðinni í Chile sýnir stjörnuna WR 22 og litríkt umhverfi hennar. WR 22 er mjög heit og björt en óvenjuleg stjarna sem þeytir frá sér efni út í geiminn mörgum milljón sinnum hraðar en sólin okkar. Stjarnan er í útjaðri Kjalarþokunnar, þar sem hún myndaðist.

Mjög massamiklar stjörnur lifa hratt og deyja ungar. Frá sumum berst svo sterk geislun gegnum þykka lofthjúpa þeirra, að seint á æviskeiði sínu þeyta þær frá sér efni út í geiminn, mörgum milljón sinnum hraðar en stjörnur eins og sólin okkar sem eru hæglátar í samanburðinum. Þessar sjaldgæfu, mjög heitu og massamiklu stjörnur nefnast Wolf-Rayet stjörnur [1], eftir tveimur frönskum stjörnufræðingum sem fyrstir manna báru kennsl á þær um miðja nítjándu öld. WR 22 er ein massamesta Wolf-Rayet stjarna sem þekkt er. Hún er fyrir miðju ljósmyndarinnar sem tekin var í gegnum rauða, bláa og græna litsíu Wide Field Imager myndavélar með hjálp 2,2 metra MPG/ESO sjónaukans í stjörnustöð ESO á La Silla í Chile. WR 22 er hluti af tvístirnakerfi og er að minnsta kosti 70 sinnum massameiri en sólin.

WR 22 er í Kjalarmerkinu sem nefnt er eftir kili fleysins Argó sem Jason sigldi í einni grískri goðsögn. Stjarnan er í yfir 5.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni en er svo björt að hana má greina með berum augum við góðar aðstæður. Hún er ein bjartasta stjarnan í Kjalarþokunni (NGC 3372) glæsilegu. Þetta risavaxna stjörnumyndunarsvæði er litríkur bakgrunnur myndarinnar.

Litadýrðina má rekja til orkuríkrar útfjólublárrar geislunar, sem heitar og massamiklar stjörnur á borð við WR 22 gefa frá sér. Geislunin rafar risastór vetnisskýin sem stjörnurnar mynduðust úr. Miðja þessa skýs er vinstra meginn við myndina eins og sjá má á þessari mynd eso1031b. Á þessu svæði er meðal annars risastjarnan Eta Carinae sem kom við sögu í annarri fréttatilkynningu (eso0905).

Skýringar

Ítarlegri umfjöllun um Wolf-Rayet stjörnur

Frekari upplýsingar

ESO, European Southern Observatory, stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli, er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og ein öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 14 landa: Austurríkis, Belgíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. Með því að reisa og reka öflugustu stjörnuathugunarstöðvar heims leggur ESO grunninn að mikilvægum uppgötvunum stjörnufræðinga. Í Chile rekur ESO þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og VISTA, stærsta kortlagningarsjónauka (survey telescope) veraldar. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 42 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Tenglar

Mynd Wide Field Imager af Kjalarþokunni

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
University of Iceland
Iceland
Farsími: +354-896-1984
Tölvupóstur: saevar@stjornuskodun.is

Douglas Pierce-Price
ESO
Garching, Germany
Sími: +49 89 3200 6759
Tölvupóstur: dpiercep@eso.org

Richard Hook
ESO, Survey Telescopes PIO
Garching Sími: +49 89 3200 6655
Tölvupóstur: rhook@eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1031.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1031is
Nafn:Carina Nebula, Eta Carinae, WR 22
Tegund:Milky Way : Star : Type : Wolf-Rayet
Milky Way : Nebula
Facility:MPG/ESO 2.2-metre telescope
Instruments:WFI

Myndir

The Carina Nebula around the Wolf–Rayet star WR 22
The Carina Nebula around the Wolf–Rayet star WR 22
texti aðeins á ensku
Panoramic view of the WR 22 and Eta Carinae regions of the Carina Nebula*
Panoramic view of the WR 22 and Eta Carinae regions of the Carina Nebula*
texti aðeins á ensku
Kjalarþokan í stjörnumerkinu Kilinum
Kjalarþokan í stjörnumerkinu Kilinum

Myndskeið

Zooming in on the Carina Nebula around the Wolf–Rayet star WR 22
Zooming in on the Carina Nebula around the Wolf–Rayet star WR 22
texti aðeins á ensku
Panning across the Carina Nebula around the Wolf–Rayet star WR 22
Panning across the Carina Nebula around the Wolf–Rayet star WR 22
texti aðeins á ensku
3D Animation of the Carina Nebula
3D Animation of the Carina Nebula
texti aðeins á ensku