eso1529is — Fréttatilkynning
Tvíburabróðir Júpíters finnst í kringum tvíburasystur sólar
15. júlí 2015: Alþjóðlegur hópur stjörnufræðinga hefur með hjálp 3,6 metra sjónauka ESO fundið reikistjörnu á borð við Júpíter í sambærilegri fjarlægð frá sinni móðurstjörnu, HIP 11915, og Júpíter er frá sólinni okkar. Hugmyndir manna í dag benda til þess að reikistjörnur á stærð við Júpíter gegni mikilvægu hlutverk í mótun sólkerfa. Tilvist slíkrar reikistjörnu, sem jafnframt er á réttum stað í sínu sólkerfi og á braut um samskonar stjörnu og sólin okkar, leiðir líkum að því að í þessu sólkerfi gætu verið svipaðar reikistjörnur og í sólkerfinu okkar. HIP 11915 er af svipuðum aldri og sólin okkar og með samskonar efnasamsetningu sem bendir til þess að í kringum hana gætu líka verið bergreikistjörnur.