eso1034is — Fréttatilkynning
Hve mikinn massa þarf til að mynda svarthol?
18. ágúst 2010: Í fyrsta sinn hafa evrópskir stjörnufræðingar sýnt fram á að segulstjarna, sem er óvenjuleg tegund nifteindastjörnu, varð til úr stjörnu sem var minnst 40 sinnum massameiri en sólin okkar. Notuðu þeir til þess Very Large Telescope ESO. Niðurstöðurnar reyna á þolmörk viðtekinna hugmynda er lúta að þróun stjarna, því talið er að svo massamikla stjörnur ættu að enda ævi sína sem svarthol en ekki segulstjörnur. Þetta vekur upp grundvallarspurningu: Hversu massamikil þarf stjarna að vera, til að svarthol myndist úr kjarna hennar?