Suðurstjörnur snarsnúast yfir ALMA

Babak Tafreshi, einn af ljósmyndurum ESO, tók þessa fallegu mynd af loftnetum Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) undir suðurhimninum.

Stjörnurnar á himninum minna um margt á verk van Goghs, Stjörnubjört nótt, eða kannski minnir myndin aðdáendur vísindaskáldskapar fremur á geimfar á ógnarhraða um geiminn. Myndin sýnir snúning jarðar eins og hann birtist á löngum lýsingartíma myndarinnar. Þegar jörðin snýst á suðurhvelinu sýnast stjörnurnar hreyfast í kringum suðurpól himins, sem er í daufa stjörnumerkinu Áttungnum milli Suðurkrossins og Magellansskýjanna. Á löngum lýsingartíma mynda stjörnurnar hringlaga slóðir þegar jörðin snýst.

Myndin var tekin á Chajnantor hásléttunni í 5.000 metra hæð yfir sjávarmáli í Andesfjöllum Chile. Þar er ALMA sjónaukann að finna en loftnet hans sjást fremst á myndinni. ALMA er öflugasti sjónauki heims til rannsókna á hinum kalda alheimi — sameindagasi og ryki, sem og bakgrunnsgeislun Miklahvells. Þegar smíði ALMA lýkur árið 2013, mun sjónaukinn samanstanda af 54 tólf metra loftnetum og 12 sjö metra loftnetum. Mælingar hófust reyndar með hluta raðarinnar árið 2011. Jafnvel þótt sjónaukinn sé ekki fullbúinn hefur hann þegar skilað framúrskarandi niðurstöðum, mun betri en allir aðrir sjónaukar sömu gerðar. Sum loftnetin eru móðukennd á myndinni því sjónaukinn var að störfum og hreyfðist þegar myndin var tekin.

ALMA er alþjóðleg stjörnustöð sem byggð er í samstarfi Evrópu, Norður Ameríku og Austur Asíu í samvinnu við Chile. ESO sér um smíði og rekstur ALMA fyrir hönd Evrópu en National Radio Astronomy Observatory (NRAO) fyrir hönd Norður Ameríku og National Astronomical Observatory of Japan (NAOJ) fyrir hönd austur Asíu. Samræmd stjórnun á smíði, prófun og rekstri ALMA er í umsjá Joint ALMA Observatory (JAO).

Tenglar

Mynd/Myndskeið:

ESO/B. Tafreshi (twanight.org)

Um myndina

Auðkenni:potw1253a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Des 31, 2012, 10:00 CET
Stærð:6094 x 4096 px

Um fyrirbærið

Nafn:Atacama Large Millimeter/submillimeter Array
Tegund:Milky Way : Sky Phenomenon : Night Sky : Trail : Star
Unspecified : Technology : Observatory

Myndasnið

Stór JPEG
10,1 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
515,6 KB
1280x1024
830,6 KB
1600x1200
1,2 MB
1920x1200
1,4 MB
2048x1536
1,8 MB