Afskekkta ALMA

Þessi víðmynd af Chajnantor hásléttunni sýnir staðinn sem Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) er að rísa á, eins og hann birtist frá Cerro Chico, nálægum fjallstindi. Babak Tafreshi, einn af ljósmyndurum ESO, hefur tekist að fanga það einmanalega andrúmsloft sem þarna ríkir í 5.000 metra hæð yfir sjávarmáli í Andesfjöllum Chile. Leikur ljóss og skugga málar landslagið og undirstrikar hversu ójarðneskt það er á tíðum. Fremst á myndinni eru ALMA lofnetin samankomin í þyrpingu og minna einna helst á skrítna gesti á sléttunni. Þegar smíði sjónaukans lýkur árið 2013 mynda 66 slík loftnet röðina og munu öll starfa sem ein heild.

ALMA er þegar farin að bylta rannsóknum stjörnufræðinga á millímetra og hálfsmillímetra sviðinu. Þótt röðin sé hálfkláruð er ALMA mun öflugari en nokkur annar sambærilegur sjónauki og gerir stjörnufræðinga betur í stakk búna en nokkru sinni fyrr til að rannsaka hinn kalda alheim — sameindagas og ryk sem og eftirgeislun Miklahvells. ALMA rannsakar byggingareiningar stjarna, reikistjarna, vetrarbrauta og lífsins sjálfs. Sjónaukinn mun hjálpa stjörnufræðingum að svara sumum af dýpstu spurningunum um uppruna okkar í alheiminum, með því að sýna okkur nákvæmlega hvernig stjörnur og reikistjörnur verða til í gasskýjum í nágrenni okkar í geimnum og nema fjarlægar vetrarbrautir við endimörk hins sýnilega alheims, sem birtast okkur eins og þær litu út fyrir meira en tíu milljörðum ára.

ALMA er alþjóðleg stjörnustöð sem byggð er í samstarfi Evrópu, Norður Ameríku og Austur Asíu í samvinnu við Chile. ESO sér um smíði og rekstur ALMA fyrir hönd Evrópu en National Radio Astronomy Observatory (NRAO) fyrir hönd Norður Ameríku og National Astronomical Observatory of Japan (NAOJ) fyrir hönd austur Asíu. Samræmd stjórnun á smíði, prófun og rekstri ALMA er í umsjá Joint ALMA Observatory (JAO).

Tenglar

Mynd/Myndskeið:

ESO/B. Tafreshi (twanight.org)

Um myndina

Auðkenni:potw1252a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Des 24, 2012, 10:00 CET
Stærð:14076 x 3744 px
Field of View:60° x 20°

Um fyrirbærið

Nafn:Atacama Large Millimeter/submillimeter Array, Panorama
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory : Telescope

Myndasnið

Stór JPEG
34,3 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
252,1 KB
1280x1024
401,7 KB
1600x1200
586,4 KB
1920x1200
701,7 KB
2048x1536
973,3 KB