Paranal og skuggi jarðar

Babak Tafreshi, einn af ljósmyndurum ESO, tók þessa glæsilegu víðmynd af Paranal stjörnustöð ESO.

Í forgrunni sést tilþrifamikið fjallalandslag Atacamaeyðimerkurinnar. Vinstra megin, á þeim tindi sem rís hæst, er Very Large Telescope (VLT) ESO og fyrir framan hann, litlu neðar, er VISTA sjónaukinn (Visible and Infrared Survey Telescope for Astronomy).

Í bakgrunni mála litir sólarupprásar himininn yfir Paranal í fallegum pastellitum. Við sjóndeildarhringinn má sjá ský yfir Kyrrahafinu — sem er aðeins 12 km frá Paranal.

Fyrir ofan sjóndeildarhringinn, þar sem skýin bera við himinn, sést dökk slæða. Þetta er skugginn sem reikistjarnan jörð varpar á eigin lofthjúp. Þetta fyrirbæri sést stundum í kringum sólarupprás og sólsetur, sé himininn heiður og ekkert sem byrgir sýn út að sjóndeildarhringnum — aðstæður sem svo sannarlega eru í Paranal stjörnustöðinni. Fyrir ofan skugga jarðar er bleikleitur bjarmi sem kallast belti Venusar. Venusarbeltið má rekja til ljóss frá sólinni sem lofthjúpur jarðar dreifir þegar sólin er að rísa (eins og í þessu tilviki) eða ganga til viðar.

Tenglar

Mynd/Myndskeið:

ESO/B. Tafreshi (twanight.org)

Um myndina

Auðkenni:potw1251a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Des 17, 2012, 10:00 CET
Stærð:5824 x 2008 px

Um fyrirbærið

Nafn:Panorama, Paranal
Tegund:Solar System : Sky Phenomenon : Light Phenomenon : Ray-Shadow : Earth shadow

Myndasnið

Stór JPEG
1,2 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
116,0 KB
1280x1024
180,4 KB
1600x1200
255,3 KB
1920x1200
300,2 KB
2048x1536
365,3 KB