Ísfélagar APEX

Atacama Pathfinder Experiment (APEX) sjónaukinn — sem hér sést á þessari fallegu mynd sem Babak Tafreshi, einn af ljósmyndurum ESO, tók — er eitt af verkfærunum sem ESO notar til að skyggnast út fyrir svið sýnilegs ljóss. Sjónaukinn er staðsettur á Chajnantor hásléttunni í 5.000 metra hæð yfir sjávarmáli.

Í forgrunni myndarinnar sést þyrping hvítra ísstrýta. Ísstrýturnar eru áhugaverð náttúrufyrirbæri sem finnast á hálendum svæðum, venjulega í meira en 4.000 metra hæð yfir sjávarmáli. Stýrturnar eru úr þunnum, hörðnuðum snjó eða ís og snúa blöðin í átt að sólinni. Þær eru stundum nokkrir sentímetrar á hæð upp í nokkra metra.

APEX er tólf metra breiður sjónauki sem nemur ljós með millímetra og hálfsmillímetra bylgjulengdir. Stjörnufræðingar sem nota APEX til sinna rannsókna, geta séð fyrirbæri sem eru ósýnileg á styttri bylgjulengdum. Sjónaukinn gerir þeim kleift að kanna sameindaský — þétt svæði úr gasi og geimryki þar sem nýjar stjörnur verða til — sem eru dökk og hulin ryki í sýnilegu og innrauðu ljósi en skína skært á þessum löngum bylgjulengdum. Stjörnufræðingar nota þessa gerð ljóss til að rannsaka eðlis- og efnafræðina í skýjunum. Tíðnisviðið er einnig kjörið til að rannsaka sumar af elstu og fjarlægustu vetrarbrautum í alheiminum.

Á næturhimninum vinstra megin fyrir ofan APEX sjást daufir þokublettir Litla og Stóra Magellansskýjanna, nágrannavetrarbrautir okkar. Þokuslæðan sem liggur yfir himininn er vetrarbrautin okkar en hún er mest áberandi yfir stjórnstöð APEX hægra megin. Dökku blettirnir í slæðunni eru rykský milli stjarnanna sem hindra að ljós frá fjarlægum stjörnum fyrir atan berist til okkar. Á bak við þessi dimmu ský er miðja vetrarbrautarinnar í um 27.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Sjónaukar eins og APEX eru nauðsynleg tæki fyrir stjörnufræðinga sem vilja horfa í gegnum rykið og rannsaka miðju vetrarbrautarinnar í smáatriðum.

APEX er samstarfsverkefni Stofnunar Max Planck í útvarpsstjörnufræði (MPIfR) Onsala Space Observatory (OSO) og ESO, sem sér jafnframt um rekstur sjónaukans.

Tenglar

Mynd/Myndskeið:

ESO/B. Tafreshi (twanight.org)

Um myndina

Auðkenni:potw1247a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Nóv 19, 2012, 10:00 CET
Stærð:6124 x 4096 px

Um fyrirbærið

Nafn:Atacama Pathfinder Experiment
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory

Myndasnið

Stór JPEG
4,6 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
238,3 KB
1280x1024
368,0 KB
1600x1200
517,3 KB
1920x1200
600,6 KB
2048x1536
798,4 KB