Ein mynd, margar sögur

Babak Tafreshi, einn af ljósmyndurum ESO, tók þessa glæsilegu mynd af himninum yfir Paranal stjörnustöð ESO með fjölmörgum djúpfyrirbærum.

Greinilegust er Kjalarþokan, rauðglóandi á miðri mynd. Kjalarþokan er í stjörnumerkinu Kilinum, um 7.500 ljósár frá jörðinni. Þetta glóandi gas- og rykský er bjartasta þokan á himninum og geymir nokkrar af björtustu og massamestu stjörnum sem vitað er um í vetrarbrautinni okkar, eins og Eta Carinae. Kjalarþokan er kjörin fyrir þá stjörnufræðinga sem rannsaka leyndardómana á bak við myndun og dauða massamikilla stjarna. Þú getur skoðað nokkrar nýlegar og fallegar myndir af Kjalarþokunni frá ESO hér: eso1208, eso1145 og eso1031.

Fyrir neðan Kjalarþokuna sjáum við Óskabrunnsþyrpinguna (NGC 3532). Þessi lausþyrping ungra stjarna dregur nafn sitt af því, að í gegnum stjörnusjónauka, lítur hún út eins og mynt sem glitarar á botni óskabrunns. Lengra til hægri sjáum við Lambda Centauri þokuna (IC 2944), glóandi vetnisský og nýfæddar stjörnur, sem stundum er kölluð Kjúklingurinn hlaupandi vegna fuglsmynstur sem sumir sjá út úr bjartasta hluta þokunnar (sjá eso1135). Fyrir ofan þessa þoku og örlítið til vinstri er Suðursjöstirnið (IC 2632), lausþyrping stjarna sem svipar til frægari þyrpingar á norðurhveli.

Í forgrunni sjáum við þrjá af fjórum hjálparsjónaukum Very Large Telescope víxlmælisins (VLTI). Með VLTI er hægt að nota hjálparsjónaukana — eða 8,2 metra VLT sjónaukana — saman sem einn risasjónauka sem getur greint fínni smáatriði en mögulegt væri með sjónaukunum stökum. VLTI hefur verið notaður í ýmis rannsóknarverkefni, þar á meðal rannsóknir á aðsópskringlum í kringum ungar stjörnur og virka vetrarbrautakjarna sem eru með orkuríkustu og dularfyllstu fyrirbærum í alheiminum.

Tenglar

Mynd/Myndskeið:

ESO/B. Tafreshi (twanight.org)

Um myndina

Auðkenni:potw1246a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Nóv 12, 2012, 10:00 CET
Tengdar fréttatilkynningar:eso1637
Stærð:4000 x 2446 px

Um fyrirbærið

Nafn:Auxiliary Telescopes, Carina Nebula
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory : Telescope

Myndasnið

Stór JPEG
4,1 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
390,7 KB
1280x1024
668,7 KB
1600x1200
981,9 KB
1920x1200
1,1 MB
2048x1536
1,6 MB