Staður til að kanna köldustu leyndardóma alheims

Á þessari fallegu víðmynd sem Babak Tafreshi, ljósmyndari ESO tók, sést Chajnantor hásléttan í Atacamaeyðimörkinni í Chile böðuð síðustu geislum sólar. Á sléttunni er Atacama Pathfinder Experiment (APEX) sjónaukinn sem sjá má vinstra megin á myndinni. Frá þessum afvikna stað í 5.000 metra hæð yfir sjávarmáli, rannsakar APEX hinn „kalda alheim“.

APEX er tólf metra breiður sjónauki sem nemur ljós með millímetra og hálfsmillímetra bylgjulengdir. Stjörnufræðingar sem nota APEX til sinna rannsókna, geta séð fyrirbæri sem eru ósýnileg á styttri bylgjulengdum. Sjónaukinn gerir þeim kleift að kanna sameindaský — þétt svæði úr gasi og geimryki þar sem nýjar stjörnur verða til — sem eru dökk og hulin ryki í sýnilegu og innrauðu ljósi en skína skært á þessum löngum bylgjulengdum. Stjörnufræðingar nota þessa gerð ljóss til að rannsaka eðlis- og efnafræðina í skýjunum. Tíðnisviðið er einnig kjörið til að rannsaka sumar af elstu og fjarlægustu vetrarbrautum í alheiminum.

Frá því að APEX var tekinn í notkun árið 2005 hefur sjónaukinn skilað mörgum mikilvægum niðurstöðum. Sem dæmi starfaði APEX með Very Large Telescope ESO til að greina efni sem svartholið í miðju okkar vetrarbrautar var að tæta í sundur (eso0841). Sú niðurstaða sem er meðal 10 merkustu uppgötvana ESO.

Í kringum APEX sést þyrping hvítra ísstrýta. Ísstrýturnar eru áhugaverð náttúrufyrirbæri sem finnast á hálendum svæðum, venjulega í meira en 4.000 metra hæð yfir sjávarmáli. Stýrturnar eru úr þunnum, hörðnuðum snjó eða ís og snúa blöðin í átt að sólinni. Þær eru stundum nokkrir sentímetrar á hæð upp í nokkra metra.

APEX er samstarfsverkefni Stofnunar Max Planck í útvarpsstjörnufræði (MPIfR) Onsala Space Observatory (OSO) og ESO, sem sér jafnframt um rekstur sjónaukans.

Tólf metra loftnet APEX er byggt á frumgerð loftnets fyrir aðra stjörnustöð á Chajnantor, Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA). ALMA verður röð 54 tólf metra breiðra loftneta auk 12 sjö metra loftneta þegar smíðinni lýkur árið 2013. ESO tekur þátt í þessari alþjóðlegu stjörnustöð fyrir hönd Evrópu en um er að ræða samstarfsverkefni Evrópu, Norður Ameríku og Austur Asíu í samvinnu við Chile.

Mynd/Myndskeið:

ESO/B. Tafreshi (twanight.org)

Um myndina

Auðkenni:potw1244a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Okt 29, 2012, 10:00 CET
Stærð:19056 x 3359 px
Field of View:50° x 15°

Um fyrirbærið

Nafn:Atacama Pathfinder Experiment, Chajnantor, Panorama
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory : Telescope

Mounted Image

Myndasnið

Stór JPEG
11,5 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
176,3 KB
1280x1024
252,4 KB
1600x1200
332,7 KB
1920x1200
391,4 KB
2048x1536
465,7 KB