Frá varadekki til fíngerðs blóms

IC 5148 er falleg hringþoka í um 3000 ljósára fjarlægð frá jörðinni í stjörnumerkinu Trönunni. Þokan er nokkur ljósár í þvermál og vex á um 50 kílómetra hraða á sekúndu — hraðast allra þekktra hringþoka. Hringþokur eru kallaðar plánetuþokur (planetary nebula) á ensku því þegar menn sáu þær fyrst, litu þær út eins og plánetur í gegnum sjónaukana. Hringþokur eiga samt ekkert skylt við reikistjörnur.

Þegar stjarna, álíka massamikil og sólin eða örlítið massameiri, nálgast ævilok sín, varpar hún frá sér ytri lögum sínum út í geiminn. Gasið þenst út og lýsist upp af heitum kjarna stjörnunnar í miðjunni og hringþoka verður til sem oft eru mjög fallegar.

Þessi tiltekna hringþoka sést sem daufur efnishringur í gegnum áhugamannasjónauka en stjarnan — sem kólnar og verður hvítur dvergur — skín í miðju gatsins. Útlitsins vegna nefndu stjörnufræðingar IC 5148 Varadekkjarþokuna.

ESO Faint Object Spectrograph and Camera (EFOSC2) á New Technology Telescope í La Silla stjörnustöðinni gefur nokkuð betri mynd af þessu fyrirbæri. Í stað þess að líkjast varadekki minnir þokan meira á blóm með hálfgegnsæjum krónublöðum.

Mynd/Myndskeið:

ESO

Um myndina

Auðkenni:potw1242a
Tungumál:is
Tegund:Athuganir
Útgáfudagur:Okt 15, 2012, 10:00 CEST
Stærð:1042 x 1041 px

Um fyrirbærið

Nafn:IC 5148
Tegund:Milky Way : Nebula : Type : Planetary
Fjarlægð:3000 ljósár
Constellation:Grus

Myndasnið

Stór JPEG
309,7 KB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
246,5 KB
1280x1024
329,2 KB
1600x1200
487,5 KB
1920x1200
580,1 KB
2048x1536
770,7 KB

Hnit

Position (RA):21 59 35.21
Position (Dec):-39° 23' 8.15"
Field of view:4.18 x 4.18 arcminutes
Stefna:Norður er 0.9° vinstri frá lóðréttu