Ungar stjörnur í rauðu hýði
Á jörðinni tengjast hýði nýju lífi. Í geimnum eru líka „hýði“ en í stað þess að verja púpur þegar þær umbreytast í mölflugur, eru þær fæðingarstaðir nýrra stjarna.
Rauða skýið sem sést á þessari mynd sem tekin var með EFOSC2 tækinu á New Technology Telescope ESO, er gott dæmi um stjörnumyndunarsvæði af þessu tagi. Skýið nefnið RCW 88 og er í um tíu þúsund ljósára fjarlægð frá jörðinni og um níu ljósár í þvermál. Það er ekki úr silki eins og hýði mölflugu, heldur glóandi vetnisgasi sem umlykur nýmyndaðar stjörnur. Nýju stjörnurnar urðu til þegar vetnisgasskýin féllu saman undan eigin þyngdarkrafti. Nú þegar skína sumar þróaðari stjörnurnar skært og sjást jafnvel í gegnum skýið.
Þessar heitu, ungu stjörnur eru mjög orkuríkar og gefa frá sér mikið magn útfjólublárrar geislunar sem hrifsa rafeindir af vetnisatómum í skýinu og skilja eftir jákvætt hlaðna kjarna — róteindir. Þegar róteindirnar fanga rafeindirnar aftur geta þær gefið frá sér vetnis-alfa ljós sem hefur einkennandi rauðan bjarma.
Einfaldasta leiðin fyrir stjörnufræðinga að finna þessi stjörnumyndunarsvæði er að rannsaka himininn í gegnum vetnis-alfa síu. Vetnis-alfa sía var ein fjögurra sía sem notaðar voru til að útbúa þessa mynd.
Mynd/Myndskeið:ESO
Um myndina
Auðkenni: | potw1231a |
Tungumál: | is |
Tegund: | Athuganir |
Útgáfudagur: | Júl 30, 2012, 10:00 CEST |
Stærð: | 937 x 914 px |
Um fyrirbærið
Nafn: | RCW 88 |
Tegund: | Milky Way : Nebula : Type : Star Formation |
Fjarlægð: | 10000 ljósár |
Constellation: | Circinus |
Bakgrunnsmynd
Hnit
Position (RA): | 15 7 7.89 |
Position (Dec): | -57° 48' 18.28" |
Field of view: | 3.76 x 3.67 arcminutes |
Stefna: | Norður er 0.0° vinstri frá lóðréttu |
Litir og síur
Tíðnisvið | Sjónauki |
---|---|
Sýnilegt B | New Technology Telescope EFOSC2 |
Sýnilegt V | New Technology Telescope EFOSC2 |
Sýnilegt R | New Technology Telescope EFOSC2 |
Sýnilegt H-alpha | New Technology Telescope EFOSC2 |