Kattarloppan endurblönduð
Kattarloppuþokan sést hér á mynd sem var sett saman úr ljósmyndum sem teknar voru með 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum og af stjörnuáhugamönnunum Robert Gendler og Ryan M. Hannahoe. Þokan dregur nafn sitt af löguninni sem er augljós í rauðglóandi gasskýjunum fyrir framan kolsvartan og stjörnum stráðann himingeiminn.
Myndin var búin til með því að skeyta saman athugunum sem gerðar voru með 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum í La Silla stjörnustöðinni í Chile (sjá eso1003) og ljósmynd sem Gendler og Hannahoe tóku með 0,4 metra sjónauka á 60 klukkustundum.
Upplausn athugana 2,2 metra MPG/ESO sjónaukans var blandað saman (með því að nota birtu þeirra) við litaupplýsingar úr myndum Gendlers og Hannahoes og útkoman er þessi fallega blanda úr gögnum atvinnu- og áhugamannasjónauka. Litaupplýsingarnar draga fram daufa, bláa þokumóðu í miðjunni sem sést ekki á upprunalegu mynd ESO en gögn ESO sýna þó fínni smáatriði. Heildarniðurstaðan er mynd sem er miklu betri en hlutar hennar.
Kattarloppuþokan (einnig þekkt sem NGC 6334) er í stjörnumerkinu Sporðdrekanum. Þótt hún virðist nálægt miðju vetrarbrautarinnar á himninum, er hún tiltölulega nálægt jörðinni, eða í 5.500 ljósára fjarlægð. Hún er um 50 ljósára í þvermál og eitt virkasta stjörnumyndunarsvæðið í vetrarbrautinni okkar. Í henni eru ungar, bjartar og massamiklar stjörnur sem hafa orðið til undanfarnar milljónir ára. Líklega geymir hún tug þúsundir stjarna, sumar sýnilegar en aðrar faldar á bak við gas- og rykský.
Tenglar
Mynd/Myndskeið:ESO/R. Gendler & R.M. Hannahoe
Um myndina
Auðkenni: | potw1228a |
Tungumál: | is |
Tegund: | Athuganir |
Útgáfudagur: | Júl 9, 2012, 10:00 CEST |
Stærð: | 7740 x 8040 px |
Um fyrirbærið
Nafn: | Cat's Paw Nebula, NGC 6334 |
Tegund: | Milky Way : Nebula : Type : Star Formation |
Fjarlægð: | 5500 ljósár |
Constellation: | Scorpius |
Myndasnið
Bakgrunnsmynd
Hnit
Position (RA): | 17 20 8.94 |
Position (Dec): | -35° 56' 51.90" |
Field of view: | 30.68 x 31.87 arcminutes |
Stefna: | Norður er 0.0° vinstri frá lóðréttu |
Litir og síur
Tíðnisvið | Sjónauki |
---|---|
Sýnilegt B |
Other
N/A |
Sýnilegt G |
Other
N/A |
Sýnilegt H-alpha |
Other
N/A |
Sýnilegt R |
Other
N/A |
Sýnilegt R | MPG/ESO 2.2-metre telescope WFI |
Sýnilegt V | MPG/ESO 2.2-metre telescope WFI |
Sýnilegt B | MPG/ESO 2.2-metre telescope WFI |
Sýnilegt H-alpha | MPG/ESO 2.2-metre telescope WFI |