Leysigeisli Yepun og Magellansskýin
Lofthjúpur jarðar er einn versti óvinur stjörnufræðinga. Hann veldur því að fyrirbæri himins sýnast þokukennd í gegnum sjónauka á jörðu niðri. Til að vinna bug á þessu nta stjörnufræðingar aðlögunarsjóntæki sem leiðrétta bjögun lofthjúpsins í rauntíma með tölvustýrðum speglum. Speglarnir aflagast mörg hundruð sinnum á sekúndu og vega þannig upp á móti ókyrrðinni í lofthjúpnum.
Þessi fallega mynd sýnir Yepun [1], einn fjögurra 8,2 metra sjónauka Very Large Telescope (VLT) ESO, þar sem hann skýtur öflugum gulum leysigeisla hátt upp í himininn. Á hverri nóttu spillir þessi ljósgeisli frá VLT kristaltærum himninum yfir Paranal, en af góðri ástæðu.
Hlutverk leysigeislans er að útbúa gervistjörnu í um 90 km hæð yfir jörðinni. Þar rekst hann á natríumatóm sem taka að glóa svo úr verður gervistjarna. Þessi leysgeislastjarna (Laser Guide Star eða LGS) er hluti af aðlögunarsjóntækjum VLT. Ljósið sem gervistjarnan gefur frá sér er grannskoðað og notað til að vinna gegn bjagandi áhrifum lofthjúps jarðar. Þannig er hægt að taka hnífskarpar myndir, alveg eins og þær væru teknar í geimnum.
Á himninum vinstra og hægra megin við leysigeislan skína Magellansskýin tvö, Stóra og Litla, skært. Þessar nálægu, óreglulegu dvergvetrarbrautir eru áberandi á suðurhveli himins og sjást leikandi með berum augum. Þau eru á sveimi um vetrarbrautina okkar og telja stjörnufræðingar að bæði hafi aflagast mjög vegna þyngdartogs frá henni þegar þær gerast of nærgöngular.
Myndina tók Babak Tafreshi, ljósmyndari ESO.
Skýringar
[1] Allir fjórir sjónaukar VLT eru nefndir eftir fyrirbærum himins í Mapuche sem er fornt tungumál innfæddra í Chile og Argentínu. Frá vinstri til hægri eru Antu (sólin), Kueyen (tunglið), Melipal (Suðurkrossinn) og Yepun (Venus).
Tenglar
Mynd/Myndskeið:ESO/B. Tafreshi (twanight.org)
Um myndina
Auðkenni: | potw1225a |
Tungumál: | is |
Tegund: | Ljósmynd |
Útgáfudagur: | Jún 18, 2012, 10:00 CEST |
Stærð: | 4057 x 6026 px |
Um fyrirbærið
Nafn: | Laser Guide Star, Very Large Telescope |
Tegund: | Unspecified : Technology : Observatory |
Mounted Image
Myndasnið
Bakgrunnsmynd