Suðurhluti Vetrarbrautarinnar yfir ALMA

Babak Tafreshi, ljósmyndari ESO, tók þessa fallegu mynd af loftnetum Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) undir vetrarbrautarslæðunni. Himininn sem sést á myndinni er til marks um þær frábæru aðstæður til stjörnuathugana sem eru á hinni 5.000 metra háu Chajnantor sléttu í Atacamaeyðimörkinni í Chile.

Á myndinni sjást stjörnumerkin Kjölurinn og Seglið. Á miðri mynd, ofarlega til vinstri og niður til hægri, sjást dökk rykský í Vetrarbrautinni. Bjarta appelsínugula stjarnan uppi, vinstra megin er Suhail í Seglinu en hægra megin við hana, ofarlega á miðri mynd, er Avior í Kilinum, önnur álíka appelsínugul stjarna. Milli þeirra eru þrjár aðrar bjartar, bláar stjörnur sem mynda „L“. Þær tvær sem eru vinstra megin tilheyra Seglinu en sú til hægri Kilinum. Undir þessum stjörnum, á miðri mynd, sést bleikur bjarmi Kjalarþokunnar (eso1208).

ESO leggur til 25 af 66 loftnetum ALMA fyrir hönd Evrópu. Loftnetin tvö sem eru næst okkur á myndinni, sem sjá má með naumindum að eru merkt DA-43 og DA-41, eru dæmi um þessi evrópsku loftnet. Árið 2013 lýkur smíði ALMA sjónaukaraðarinnar en mælingar eru þegar hafnar þótt röðin sé hálfkláruð.

Babak Tafreshi er stofnandi The World at Night verkefnisins sem snýst um að skapa og sýna fallegar ljósmyndir og myndskeið af fallegum, söguleikum stöðum víða um heim undir stjörnubjörtum himni.

ALMA er alþjóðleg stjörnustöð sem byggð er í samstarfi Evrópu, Norður Ameríku og Austur Asíu í samvinnu við Chile. ESO sér um smíði og rekstur ALMA fyrir hönd Evrópu en National Radio Astronomy Observatory (NRAO) fyrir hönd Norður Ameríku og National Astronomical Observatory of Japan (NAOJ) fyrir hönd austur Asíu. Samræmd stjórnun á smíði, prófun og rekstri ALMA er í umsjá Joint ALMA Observatory (JAO).

Mynd/Myndskeið:

ESO/B. Tafreshi (twanight.org)

Um myndina

Auðkenni:potw1222a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Maí 28, 2012, 10:00 CEST
Stærð:5315 x 3544 px

Um fyrirbærið

Nafn:Atacama Large Millimeter/submillimeter Array, Milky Way
Tegund:Unspecified : Sky Phenomenon : Night Sky : Milky Way
Unspecified : Technology : Observatory

Myndasnið

Stór JPEG
6,5 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
361,7 KB
1280x1024
594,3 KB
1600x1200
852,9 KB
1920x1200
1017,5 KB
2048x1536
1,3 MB