Sólin, tunglið og sjónaukar yfir eyðimörkinni

Ójarðnesk fegurð Atacamaeyðimerkurinn, heimili Very Large Telescope (VLT) ESO, teygir sig yfir sjóndeildarhringinn á þessari mynd. Á Cerro Paranal, hæsta tindinum á miðri mynd, eru VLT risasjónaukarnir fjórir, hver með 8,2 metra breiðan safnspegil. Á fjallstindinum vinstra megin við Cerro Paranal er kortlagningarsjónaukinn VISTA. Þessi 4,1 metra breiði sjónauki kortleggur stór svæði á himninum í leit að áhugaverðum fyrirbærum sem VLT og aðrir sjónaukar, bæði á jörðinni og í geimnum, kanna nánar.

Aðstæður til að skoða næturhimininn á þessu svæði eru meðal þess besta sem gerist í heiminum. Hægra megin á þessari 360 gráðu víðmynd gengur sólin til viðar yfir Kyrrahafinu og varpar löngum skuggum yfir fjallendið. Vinstra megin glitrar tunglið á himninum. Eftir skamma stund opna sjónaukarnir augun og rannsóknir hefjast.

Þessa fallegu mynd tók Serge Brunier, ljósmyndari ESO. Hún er ein fjölmargra ljósmynda sem til eru af sjónaukum ESO, fögru landslaginu í kring og himninum fyrir ofan þá.

Tenglar

Mynd/Myndskeið:

ESO/S. Brunier

Um myndina

Auðkenni:potw1218a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Apr 30, 2012, 10:00 CEST
Stærð:16726 x 5906 px
Field of View:360° x 127.1°

Um fyrirbærið

Nafn:Panorama, Paranal
Tegund:Unspecified : Planet : Feature : Surface : Mountain
Unspecified : Technology : Observatory

Myndasnið

Stór JPEG
31,7 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
321,6 KB
1280x1024
505,8 KB
1600x1200
717,3 KB
1920x1200
869,4 KB
2048x1536
970,8 KB