Umhverfis Chajnantor — 360 gráðu víðmynd

Þótt fjallið Cerro Chico rísi heila 5.300 metra yfir sjávarmál er það aðeins lítil hæð í tignarlegu landslagi Andesfjallanna. Nafnið merkir einmit „litlafjall“ á spænsku. Frá Cerro Chico er hins vegar glæsilegt útsýni yfir Chajnantor hásléttuna.

Á þessari 360 gráðu víðmynd er horft beint í norðaustur þar sem hæstu eldfjöllin — sem flest eru yfir 5.000 metra há — stinga upp kollinum. Á miðri myndinni er sjálft Cerro Chajnantor. Hægra megin á sléttunni glittir í Atacama Pathfinder Experiment (APEX) sjónaukann og Cerro Chascon þar fyrir aftan. Enn lengra til hægri, í suðausturátt, sést Chajnantorsléttan næstum í heild sinni. Auk APEX sjónaukans má sjá þrjú loftnet Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) hægra megin. Fjölmörg önnur loftnet hafa bæst við frá því að myndin var tekin.

Vinstra megin við Cerro Chajnantor sést Cerro Toco. Enn lengra til vinstri, í norðvestri, rís eldkeilanLicancabur.

Á Chajnantorsléttunni, sem er í 5.000 metra hæð, er loftið svo þunnt og þurrt að erfitt er að ná andanum. En þökk sé þessum fjandsamlegu aðstæðum kemst millímetra og hálfsmillímetra geislun utan úr geimnum í gegnum þann lofthjúp sem eftir er og því mælanleg með næmum sjónaukum á borð við ALMA og APEX.

APEX er samstarfsverkefni Stofnunar Max Planck í útvarpsstjörnufræði (MPIfR) Onsala Space Observatory (OSO) og ESO, sem sér jafnframt um rekstur sjónaukans.

ALMA er alþjóðleg stjörnustöð sem byggð er í samstarfi Evrópu, Norður Ameríku og Austur Asíu í samvinnu við Chile. ESO sér um smíði og rekstur ALMA fyrir hönd Evrópu en National Radio Astronomy Observatory (NRAO) fyrir hönd Norður Ameríku og National Astronomical Observatory of Japan (NAOJ) fyrir hönd austur Asíu. Samþætt stjórnun á smíði, prófun og rekstri ALMA er í umsjá Joint ALMA Observatory (JAO).

Tenglar

Mynd/Myndskeið:

ESO/E. Emsellem

Um myndina

Auðkenni:potw1215a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Apr 9, 2012, 10:00 CEST
Stærð:21452 x 2685 px
Field of View:360° x 45.1°

Um fyrirbærið

Nafn:Chajnantor, Panorama, Salar de Atacama
Tegund:Solar System : Planet : Feature : Surface
Unspecified : Technology : Observatory

Myndasnið

Stór JPEG
16,4 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
270,8 KB
1280x1024
382,2 KB
1600x1200
501,6 KB
1920x1200
589,8 KB
2048x1536
699,0 KB