Ryksnævi í Atacamaeyðimörkinni

Hvolf Very Large Telescope baða sig í sólinni enn einn góðan veðurdag á tindi Cerro Paranal í Chile. En eitt er óvenjulegt við þessa mynd: Fína snjólagið sem lagst hefur yfir eyðimerkurlandslagið. Mjöllin er sjaldséð sjón í Atacamaeyðimörkinni þar sem ofankoma verður nánast aldrei.

Nokkrir náttúrulegir þættir leiða til þeirra þurru aðstæðna sem ríkja í Atacama. Í fyrsta lagi vetir Andesfjallgarðurinn skjól fyrir úrkomu úr austri og strandlengja Chile í vestri. Í öðru lagi ber kaldi Humboldt hafstraumurinn í Kyrrahafinu með sér kalt loft sem liggur við ströndina og kemur í veg fyrir að regndropar myndist og í þriðja lagi er háþrýstisvæði viðvarandi í suð-austur Kyrrahafi sem hjálpar til við að halda loftslagi Atacama þurru. Fyrir vikið er eyðimörkin einn þurrasti staður jarðar!

Í Paranal er dæmigerð ársúrkoma aðeins örfáir millímetrar á ári. Rakastigið fer oft á tíðum undir 10% og hitastigið er alla jafna milli –8 og 25 gráður á Celsíus. Þurrkurinn í Atacamaeyðimörkinni er ein helsta ástæða þess að ESO kaus hana og Cerro Paranal undir Very Large Telescope. Þótt stöku sinnum snjói og trufli tímabundið aðstæðurnar á staðnum er hann að minnsta kosti óvenjuleg og falleg sjón.

Þessa mynd tók Stéphan Guisard, ljósmyndari ESO, þann 1. ágúst 2011.

Tenglar

Mynd/Myndskeið:

ESO/S. Guisard (www.eso.org/~sguisard)

Um myndina

Auðkenni:potw1211a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Mar 12, 2012, 10:00 CET
Stærð:5616 x 3744 px

Um fyrirbærið

Nafn:Cerro Paranal, Paranal
Tegund:Unspecified : Planet : Feature : Surface

Myndasnið

Stór JPEG
4,8 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
276,0 KB
1280x1024
429,0 KB
1600x1200
595,7 KB
1920x1200
706,1 KB
2048x1536
917,7 KB