Fosfín finnst í lofthjúpi Venusar
Teikningin sýnir nágrannareikistjörnu okkar, Venus, þar sem vísindamenn hafa fundið fosfínsameindir, sem hér eru teiknaðar í innfellda rammanum. Sameindirnar fundust í háskýjum Venusar í mælingum sem gerðar voru með James Clerk Maxwell sjónaukanum og Atacama Large Millimeter/submillimeter Array, sem ESO á aðild að.
Stjörnufræðingar hafa um áratugaskeið velt fyrir sér hvort líf gæti þrifist í háskýjum Venusar. Þessi fosfínuppgötvun gæti bent til slíks svif-örverulífs.
Mynd/Myndskeið:ESO/M. Kornmesser/L. Calçada & NASA/JPL/Caltech