Ljósmynd SPHERE af Satúrnusartunglinu Títan

Þessi innrauða ljósmynd af Títan, stærsta tungli Satúrnusar, var ein sú fyrsta sem tekin var með SPHERE mælitækinu eftir að því var komið fyrir á Very Large Telescope ESO í maí 2014. Myndin sýnir hve áhrifarík aðlögunarsjóntæknin getur verið til að sýna fín smáatriði á þessari litlu skífu. Títan var einnig notað til að prófa getu tækisins til skautunarmælinga, sem verða nauðsynlegar til að rannsaka fjarreikistjörnur.

Myndin var tekin með SPHERE við 1,59 míkrómetra bylgjulengd. Títan er stærsti fylgihnöttur Satúrnusar (um 1,5 sinnum stærri en Máninn). Tunglið er sveipað þykkum lofthjúpi sem er aðallega úr nitri en inniheldur líka metan (um 1,5%). Yfirborðið er hulið sjónum í sýnilegu ljósi vegna þykkra skýja en með þessum nær-innrauðu myndum var hægt að svipta hulunni og kanna yfirborðið.

Mynd/Myndskeið:

ESO/J.-L. Beuzit et al./SPHERE Consortium

Um myndina

Auðkenni:eso1417b
Tungumál:is
Tegund:Athuganir
Útgáfudagur:Jún 4, 2014, 12:00 CEST
Tengdar fréttatilkynningar:eso1417
Stærð:1000 x 961 px

Um fyrirbærið

Nafn:Titan
Tegund:Solar System : Planet : Satellite

Myndasnið

Stór JPEG
55,3 KB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
51,9 KB
1280x1024
69,8 KB
1600x1200
90,9 KB
1920x1200
108,0 KB
2048x1536
127,6 KB

Litir og síur

TíðnisviðSjónauki
InnrauttVery Large Telescope
SPHERE