Kúluþyrpingin Messier 4 og staðsetning stjörnunnar óvenjulegu

Á þessari mynd Wide Field Imager á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum í La Silla stjörnustöðinni sést kúluþyrpingin Messier 4. Þessi stóri bolti úr öldruðum stjörnum er ein nálægasta kúluþyrpingin við jörðina og er að finna í stjörnumerkinu Sporðdrekanum, skammt frá björtu rauðu stjörnunni Antaresi.

Nýjar mælingar með Very Large Telescope ESO hafa sýnt að ein stjarnan — merkt á þessari mynd — hefur miklu meira liþíum en aðrar stjörnur í þyrpingunni sem hafa verið rannsakaðar. Uppruni þessa liþíums er dularfullur. Alla jafna eyðileggst þetta frumefni hægt og bítandi á milljarða ára löngu æviskeiði stjörnunnar en svo virðist sem þessi stjarna geymi leyndarmálið á bak við eilífa æsku. Annað hvort hefur henni tekist að viðhalda upprunalega liþíuminu eða fundið leið til að auðga sig sjálf af nýju liþíumi.

Mynd/Myndskeið:

ESO

Um myndina

Auðkenni:eso1235e
Tungumál:is
Tegund:Uppdráttur
Útgáfudagur:Sep 5, 2012, 12:00 CEST
Tengdar fréttatilkynningar:eso1235
Stærð:7982 x 7712 px

Um fyrirbærið

Nafn:Composite image, M 4, Messier 4, NGC 6121
Tegund:Milky Way : Star
Milky Way : Star : Grouping : Cluster : Globular
Fjarlægð:7000 ljósár

Myndasnið

Stór JPEG
40,3 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
452,0 KB
1280x1024
728,3 KB
1600x1200
1,0 MB
1920x1200
1,2 MB
2048x1536
1,6 MB