Ljósmynd Hubble geimsjónauka NASA og ESA af miðju Messier 4

Þessa glitrandi fallegu ljósmynd tók Hubble geimsjónauki NASA og ESA af stjörnum í miðju kúluþyrpingarinnar Messier 4.

Messier 4 er mjög nálægt okkur í geimnum eða í aðeins 7.200 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Hún er þess vegna vinsælt viðfangsefni stjörnufræðinga sem rannsaka kúluþyrpingar. Í henni eru tug þúsundir stjarna en líka fjölmargir hvítir dvergar sem eru kjarnar gamalla, deyjandi stjarna sem hafa þeytt frá sér ytri lögum sínum út í geiminn.

Í júlí 2003 gerðu stjörnufræðingar óvænta uppgötvun í Messier 4, meðal annars með hjálp Hubbles, þegar þeir fundu reikistjörnuna PSR B1620-26 b. Þessi reikistjarna er 2,5 sinnum massameiri en Júpíter og er talin um 13 milljarða ára — næstum þrisvar sinnum eldri en sólkerfið! Reikistjarnan er á braut um harla óvenjulegt tvístirni, kerfi hvíts dvergs og tifstjörnu (tegund nifteindastjörnu).

Stjörnuáhugamenn á suðlægari slóðum en Íslandi geta skoðað Messier 4 á himninum en hana er að finna skammt frá rauðu risastjörnunni Antaresi í Sporðdrekanum. Þyrpingin er björt af kúluþyrpingu að vera en er þó ekkert í líkingu við mynd Hubbles: Í gegnum litla stjörnusjónauka sést kúlulaga þokuhnoðri.

Mynd/Myndskeið:

ESA/Hubble & NASA 

Um myndina

Auðkenni:eso1235d
Tungumál:is
Tegund:Athuganir
Útgáfudagur:Sep 5, 2012, 12:00 CEST
Tengdar fréttatilkynningar:eso1235
Stærð:4165 x 4132 px

Um fyrirbærið

Nafn:M 4, Messier 4, NGC 6121
Tegund:Milky Way : Star : Grouping : Cluster : Globular
Constellation:Scorpius

Myndasnið

Stór JPEG
10,4 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
504,9 KB
1280x1024
807,0 KB
1600x1200
1,1 MB
1920x1200
1,4 MB
2048x1536
1,9 MB

Hnit

Position (RA):16 23 35.46
Position (Dec):-26° 31' 29.47"
Field of view:3.49 x 3.46 arcminutes
Stefna:Norður er 9.5° højre frá lóðréttu

Litir og síur

TíðnisviðBylgjulengdSjónauki
Sýnilegt
B
435 nmHubble Space Telescope
ACS
Sýnilegt
V
606 nmHubble Space Telescope
ACS
Innrautt
I
814 nmHubble Space Telescope
ACS