Gormþokan
Þessi samsetta litmynd af Gormþokunni (NGC 7293) var búin til úr myndum sem teknar voru með Wide Field Imager (WFI) myndavélinni á 2,2 metra Max-Planck Society/ESO sjónaukanum í La Silla stjörnustöðinni í Chile. Blágræna bjarmann í miðju Gormþokunnar má rekja til súrefnisatóma sem lýsa vegna orkuríkrar útfjólublárrar geislunar fra´120.000 gráðu heitri stjörnunni í miðjunni. Lengra frá stjörnunni, út fyrir kekkjótta hringinn, er rauði liturinn frá vetni og nitri meira áberandi. Ef vel er að gáð sjást margar fjarlægar vetrarbrautir fyrir aftan þunna gasið í miðju fyrirbærisins.
Myndin var sett saman úr myndum sem teknar voru í gegnum bláa, græna og rauða síu en heildarlýsingartíminn var 12 mínútur, 9 mínútur og 7 mínútur.
Hægt er að kaupa þessa mynd í ESOshop.
Mynd/Myndskeið:ESO
Um myndina
Auðkenni: | eso0907a |
Tungumál: | is |
Tegund: | Athuganir |
Útgáfudagur: | 25. febrúar 2009 |
Tengdar fréttatilkynningar: | eso0907 |
Stærð: | 7059 x 6535 px |
Um fyrirbærið
Nafn: | Helix Nebula, NGC 7293 |
Tegund: | Milky Way : Nebula : Type : Planetary |
Fjarlægð: | 700 ljósár |
Constellation: | Aquarius |
Myndasnið
Bakgrunnsmynd
Hnit
Position (RA): | 22 29 38.57 |
Position (Dec): | -20° 50' 13.82" |
Field of view: | 28.02 x 25.94 arcminutes |
Stefna: | Norður er 0.1° vinstri frá lóðréttu |
Litir og síur
Tíðnisvið | Sjónauki |
---|---|
Sýnilegt B | MPG/ESO 2.2-metre telescope WFI |
Sýnilegt V | MPG/ESO 2.2-metre telescope WFI |
Sýnilegt R | MPG/ESO 2.2-metre telescope WFI |