Að byggja Paranal Residencia — Frá umróti til friðsældar

Building the Paranal Residencia — from turbulence to tranquility (historical image)
Building the Paranal Residencia — From turbulence to tranquility (present day image)
Dragðu græna handfangið til að sjá myndirnar

Á þessu ári fagnar ESO fimmtíu ára afmæli sínu. Til að fagna því sýnum við ykkur svipmyndir af sögu okkar. Einu sinni í mánuði árið 2012 verður mynd vikunnar tileinkuð sérstökum „þá og nú“ samanburði sem sýnir hvernig hlutirnir hafa breyst undanfarna áratugi í La Silla og Paranal stjörnustöðvunum, skrifstofum ESO í Santiago í Chile og höfuðstöðvunum í Garching bei München í Þýskalandi.

Á myndum þessa mánaðar, sem teknar voru í Paranal stjörnustöð ESO í Atacamaeyðimörkinni í Chile, sést samanburður á byggingarsvæði í nóvember árið 1999 við daginn í dag: Gistiaðstöðu stjörnustöðvarinnar sem kallast Paranal Residencia. Hugsaðu þér breytinguna þá og nú: Glymjandi hamrar og borvélar og hávaði í dráttarvélum og krönum hafa horfið á braut og í staðinn risin friðsæl eyðimerkurbygging sem setur svip á umhverfi sitt. Byggingin er gerð úr náttúrulegum efnum og litum og smíðuð inn í lægði í eyðimörkinni sem tryggir að hún fellur vel inn í umhverfið.

Residencia var byggt sem griðarstaður fyrir stjörnufræðinga og annað starfsfólk í einu harðneskjulegasta umhverfi sem hægt er að ímynda sér, þar sem þurrt loft, sterk útfjólublá geislun frá sólinni, sterkir vindar og mikil hæð eru hluti af daglegu lífi. Verktakarnir sem reistu Residencia og unnu við þessar erfiðu aðstæður, hafa skapað notalega vin í skraufþurri eyðimörkinni fyrir starfsfólk stjörnustöðvarinnar en fullkláruð ber byggingin fagurt vitni um vinnu þeirra. Í Residencia eru meira en 100 herbergi auk mötuneytis, setustofu, sundlaugar, líkamsræktarstöðvar og bókasafns. Frá vesturhlið byggingarinnar er glæsilegt útsýnir frá vesturhlíðinni yfir eyðimörkina í átt að Kyrrahafinu og sólsetrinu.

Á báðum myndum sést eitt í viðbót: Fyrir aftan Residencia, 2.600 metra yfir sjávarmáli á tindi Cerro Paranal, er Very Large Telescope (VLT) ESO. Þetta er fullkomnasti stjörnusjónauki heims fyrir sýnilegt ljós og ástæða þess að Residencia og allir sem gista innan veggja þess, er þarna!

Tenglar

Mynd/Myndskeið

ESO

Um myndasamanburðinn

Auðkenni:potw1245a
Útgáfudagur:Nóv 5, 2012, 10:00 CET

Myndir

Að byggja Paranal Residencia — Frá umróti til friðsældar (gamla myndin)
Að byggja Paranal Residencia — Frá umróti til friðsældar (gamla myndin)
Að byggja Paranal Residencia — Frá umróti til friðsældar (nýja myndin)
Að byggja Paranal Residencia — Frá umróti til friðsældar (nýja myndin)