VISTA í smíðum, heimsins stærsti kortlagningarsjónauki

Building VISTA, the world’s largest Survey Telescope (historical image)
Building VISTA, the world’s largest Survey Telescope (present-day image)
Dragðu græna handfangið til að sjá myndirnar

Á þessu ári fagnar ESO fimmtíu ára afmæli sínu. Til að fagna því sýnum við ykkur svipmyndir af sögu okkar. Einu sinni í mánuði árið 2012 verður mynd vikunnar tileinkuð sérstökum „þá og nú“ samanburði sem sýnir hvernig hlutirnir hafa breyst undanfarna áratugi í La Silla og Paranal stjörnustöðvunum, skrifstofum ESO í Santiago í Chile og höfuðstöðvunum í Garching bei München í Þýskalandi.

Frá því í desember 2009 hefur Visible and Infrared Survey Telescope for Astronomy (VISTA) kortlagt suðurhimininn frá Paranal stjörnustöð ESO í Chile. Á samanburðarmynd þessa mánaðar sést VISTA í smíðum annars vegar og í dag hins vegar.

Eldri myndin var tekin síðla árs 2004 og sýnir bygginguna yfir sjónaukanum í smíðum. Grind hvolfsins situr á sívalningslaga grunni, umlukinn vinnupalli. VISTA er staðsettur á tindi um 1.500 metrum norðaustur af Cerro Paranal þar sem Very Large Telescope ESO er að finna. Þegar sjónaukinn var í smíðum var tindurinn lækkaður um fimm metra eða niður í 2.518 metra svo hægt væri að setja upp 4000 fermetra pall fyrir sjónaukann.

Á nýju myndinni sést VISTA sjónaukinn fullbúinn. Hvolfið er 20 metra breitt og ver sjónaukann fyrir harðneskjulegu umhverfinu. Tvær rennihurðir opnast og mynda gatið sem sjónaukinn horfir út um en þar er einnig vindhlíf sem hægt er að setja upp til að loka gatinu að hluta ef þarf. Aukadyr í byggingunni verka eru opnaðar til að loftræsta á næturnar. Í byggingunni í forgrunni, gegnt hvolfinu, er viðhaldsbúnaður og húðunartæki sem notað er til að húða örþunnu silfurlagi á spegla sjónaukans svo þeir endurvarpi ljósinu sem best.

VISTA nemur nær-innrauðar bylgjulengdir með 67 megapixla myndavél sem vegur þrjú tonn. Safnspegill sjónaukans, vítt sjónsvið og mjög næmir innrauðir ljósnemar gera hann að öflugasta kortlagningarsjónauka heims.

Samstarfshópur 18 háskóla í Bretlandi, undir forystu Queen Mary, University of London, hafði umsjón með hönnun og þróun VISTA en sjónaukinn var framlag Bretlands til ESO þegar landið gekk til liðs við samtökin. Verkefnisstjórn var í höndum Science and Technology Facilities Council’s UK Astronomy Technology Center (STFC, UK ATC).

Tenglar

Mynd/Myndskeið

ESO

Um myndasamanburðinn

Auðkenni:potw1243a
Útgáfudagur:Okt 22, 2012, 10:00 CEST

Myndir

VISTA í smíðum, heimsins stærsti kortlagningarsjónauki (gamla myndin)
VISTA í smíðum, heimsins stærsti kortlagningarsjónauki (gamla myndin)
VISTA í smíðum, heimsins stærsti kortlagningarsjónauki (nýja myndin)
VISTA í smíðum, heimsins stærsti kortlagningarsjónauki (nýja myndin)