Vin í eyðimörkinni

ESO's Paranal Residencia under construction
ESO's Paranal Residencia in 2012
Dragðu græna handfangið til að sjá myndirnar

Á þessu ári fagnar ESO fimmtíu ára afmæli sínu. Til að fagna því sýnum við ykkur svipmyndir af sögu okkar. Einu sinni í mánuði árið 2012 verður mynd vikunnar tileinkuð sérstökum „þá og nú“ samanburði sem sýnir hvernig hlutirnir hafa breyst undanfarna áratugi í La Silla og Paranal stjörnustöðvunum, skrifstofum ESO í Santiago í Chile og höfuðstöðvunum í Garching við München í Þýskalandi.

Frá því í febrúar 2002 (eso0205) hefur Paranal Residencia verið dvalarstaður fólks sem vinnur vaktavinnu við aðalstjörnustöð ESO, Paranal í Atacamaeyðimörkinni í Chile þar sem Very Large Telescope (VLT) ESO er að finna. Gerhard Hüdepohl, ljósmyndari ESO, tók Fyrr og ný ljósmyndir þessa mánaðar, sem veita okkur einstaka sýn á smíði þessara vinar í eyðimörkinni.

Gamla myndin sýnir Residencia í smíðum í lok ársins 2000. Bygging, sem er L-laga og byggð neðanjarðar, var hönnuð af þýsku arkitektastofunni Auer+Weber. Hún er í svipuðum lit og eyðimörkin og fellur því vel inn í umhverfið. Þetta hálfkláraða miðsvæði í Residencia minnir um margt á hringleikahús með sætaröðum úr steinum undir opnum, heiðskírum himni.

Í dag lítur Residencia öðruvísi út! Þótt byggingin sé staðsett neðanjarðar hefur með frumlegri hönnun tekist að skapa pláss þar sem maður fær það á tilfinninguna að maður sé staddur í opnu rými. Yfir miðsalnum er 35 metra breitt glerhvolf sem hleypir náttúrulegri birtu inn í bygginguna. Í stað hringleikahússins frá árinu 2000 er nú komin garður og sundlaug sem sjá um að halda tilteknu rakastigi innandyra og skapa þægilegra andrúmsloft fyrir fólkið sem vinnur á einum þurrasta stað veraldar.

Þökk sé einstakri hönnun Residencia hefur frægð byggingarinnar borist víða út fyrir stjarnvísindasamfélagið. Sem dæmi voru lykilsenur í James Bond kvikmyndinni Quantum of Solace teknar upp hér árið 2008, þar sem Residencia var í hlutverki „Perla de las Dunas“ hótelsins [1]. Árið 2009 valdi breska dagblaðið Guardian Residencia sem eina af „topp tíu byggingum áratugarins“ (sjá ann0940) og árið 2012 var Paranal stjörnustöðin og Residencia hluti af „Perfect Places“ auglýsingaherferð Land Rover (sjá ann12008).

Skýringar

[1] Frekari upplýsingar um James Bond á Cerro Paranal má nálgast hér eso0807, eso0838 og http://www.eso.org/public/outreach/bond/BondatParanal.html

Tenglar

Mynd/Myndskeið

ESO

Um myndasamanburðinn

Auðkenni:potw1227a
Útgáfudagur:Júl 2, 2012, 10:00 CEST

Myndir

ESO Paranal Residencia í smíðum
ESO Paranal Residencia í smíðum
ESO Paranal Residencia árið 2012
ESO Paranal Residencia árið 2012