Viðburðir, sýningar og herferðir

Fyrir utan að senda út mikilvægar fréttir til fjölmiðla og almennings í gegnum fréttatilkynningar, myndbirtingar og myndskeið, skipuleggur ESO stöku sinnum sérstaka viðburði og fjölmiðlaviðburði. Dæmi um slíkt eru dagar eins og opið hús, ráðstefnur og fundi til að styrkja tengsl milli ESO og iðnaðarins, sem og blaðmannafundi til að upplýsa um mikilvæga framþóun í vísindum og tækni. Upplýsingar um komandi og liðna atburði má finna á vefsíðunum Press Events og Special Events.

ESO sér oft um skipulagningu vísindaverkefna fyrir almenning í tengslum við mikilvæg stjarnfræðileg fyrirbæri. Af liðnum atburðum má nefna sólmyrkvann árið 1999 og þvergöngu Venusar árið 2004. Nálgast má upplýsingar um liðna stjarnfræðilega viðburði, sem ESO tók stóran þátt í, á vef ESO.

Vinsamlegast hafðu samband við ESO education and Public Outreach Department fyrir frekari upplýsingar um komandi stjarnfræðilega viðburði og þátttöku ESO í kringum þá.

ESO Educational Office birtir fréttir og hefur umsjón með atburðum sem tengjast menntaverkefnum ESO og býður einnig upp á aðstoð við stjarnvísindakennslu, sér í lagi á framhaldsskólastiginu. Sá stuðningur felst meðal annars í námsefni, kennaranámskeið og sérstök menntaverkefni.