Tilkynning

Bein útsending frá vígslu ALMA

Fylgstu með athöfninni á vefnum þann 13. mars

1. mars 2013

Þann 13. mars 2013 fer fram vígsluathöfn Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) — stærsta stjarnvísindaverkefni heims á jörðu niðri — og markar hún breytinguna úr sjónauka smíðum yfir fullstarfhæfa stjörnustöð. Til að gera fólki um allan heim kleift að fylgjast með þessum merku tímamótum í viðleitni mannkynsins til að skilja alheiminn, verður athöfnin sýnd í beinni útsendingu frá þjónustumiðstöð stjörnustöðvarinnar sem er í 2.900 metra hæð yfir sjávarmáli í Andesfjöllum Chile. Vefútsendingin stendur yfir frá kl. 14:30 til 16:00 eða svo.

Hægt verður að fylgjast með útsendingunni á http://www.almaobservatory.org/inauguration. Á staðnum verða Sebastián Piñera, forseti Chile, auk mörg hundruð gesta þar á meðal fulltrúar vísindasamfélagsins, fyrrverandi og núverandi starfsmenn og yfirmenn ALMA, sem og fulltrúar frá samfélaginu í grennd við ALMA. Nýjustu vísindaniðurstöður frá stjörnustöðinni verða líka kynntar.

Frekari upplýsingar

Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) er fjölþjóðleg stjörnustöð og samstarfsverkefni Evrópu, Norður Ameríku og Austur Asíu í samvinnu við Chile. Í Evrópu er verkefnið fjármagnað af Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli (ESO), í Norður Ameríku af National Science Foundation (NSF) í samstarfi við National Research Council of Canada (NRC) og National Science Council of Taiwan (NSC) og í Austur Asíu af National Insitutes of Natural Sciences (NINS) í Japan í samstarfi við Academia Sinica (AS) í Taívan.

ESO sér um smíði og rekstur ALMA fyrir hönd Evrópu en National Radio Astronomy Observatory (NRAO), sem lýtur stjórn Associated Universities, Inc. (AUI), fyrir hönd Norður Ameríku og National Astronomical Observatory of Japan (NAOJ) fyrir hönd austur Asíu. Samþætt stjórnun á smíði, prófun og rekstri ALMA er í umsjá Joint ALMA Observatory (JAO).

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
Tengiliður ESO á Íslandi
Sími; 896 1984
Email: eson-iceland@eso.org

Douglas Pierce-Price

Public Information Officer, European Southern Observatory


Garching bei München, Germany


Tel: +49 89 3200 6759

Email: dpiercep@eso.org

Richard Hook

Public Information Officer, European Southern Observatory

Garching bei München, Germany

Tel: +49 89 3200 6655

Cell: +49 151 1537 3591

Email: rhook@eso.org

Um tilkynninguna

Auðkenni:ann13016

Myndir

Atacama Large Millimter Array (ALMA) að nóttu til undir Magellansskýjunum
Atacama Large Millimter Array (ALMA) að nóttu til undir Magellansskýjunum